fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Safna fyrir Jónu sem hlaut mænuskaða í bílslysi um helgina

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 6. júní 2019 16:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóna Elísabet Ottesen, framleiðandi og skipuleggjandi, slasaðist alvarlega í umferðarslysi á laugardag, og liggur nú á gjörgæslu, þar sem henni er haldið sofandi. Fyrst eftir slysið var hún með fulla meðvitund og vel áttuð, en ákvörðun var tekin um að setja hana í öndunarvél og halda sofandi á meðan bólgur hjaðna.

Jóna hlaut mænuskaða við slysið en fyrir mikla mildi slapp fimm ára dóttir hennar, sem var með  henni í bílnum, með aðeins nokkrar skrámur. Ása Ottesen, systir hennar, segir í færslu á Facebook að nú sé stórt verkefni fram undan hjá fjölskyldunni, en ljóst er að Jóna mun þurfa mikla endurhæfingu vegna mænuskaðans.

„Við erum öll staðráðin í að tækla það með jákvæðum baráttuhug í anda Jónu. Hún er nefnilega algjör nagli, ef þið vissuð það ekki nú þegar.“

Ása segir að eftir slysið hafi margir sent skilaboð og baráttukveðjur og þykir fjölskyldunni afar vænt um það.

„Eftir slysið höfum við fjölskyldan fengið óendanlega mikið af skilaboðum, símtölum og baráttukveðjum úr öllum áttum, enda þykir öllum vænt um Jónu sem henni hafa kynnst. Við getum ekki lýst því hvað það hjálpar okkur mikið og hvetur okkur áfram.“

Margir sem höfðu samband lýstu yfir vilja til að styrkja fjölskylduna á þessum erfiða tíma, og því ruku vinkonur Ásu og Jónu til og stofnuðu styrktarreikning

528-14-401998, kt. 701111-1410.

Allt sem fer inn á þann reikning fer beinustu leið í að styrkja Jónu og byggja hana upp á ný, þegar sá tími kemur.

Ást og kærleikur til ykkar“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa