fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Var sleginn eftir brottrekstur úr Fossvoginum í gær – „Það er kannski ekki mitt að segja“

433
Miðvikudaginn 25. júní 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

John Andrews viðurkennir að hann hafi verið hissa á að vera látinn fara sem þjálfari kvennaliðs Víkings í gær. Hefði hann viljað tækifæri til að snúa gengi liðsins við.

John tók við Víkingi árið 2019 og hefur gert magnaða hluti. Gerði hann liðið til að mynda að bikarmeisturum árið 2023, þá í Lengjudeildinni. Kom hann þeim upp sama ár og í baráttuna í efri hluta Bestu deildarinnar í fyrra. Þetta tímabil hefur ekki byrjað eins vel.

„Þetta kom mér mjög á óvart. Í fyrsta sinn í yfir tuttugu ár var ég spurður út í starf mitt í viðtali eftir leikinn við Þór/KA. Ég sá margt jákvætt í gangi og var virkilega peppaður fyrir því að snúa þessu við,“ segir John við Vísi.

„Það er kannski ekki mitt að segja hvort þetta hafi verið sanngjarnt eða ósanngjarnt. Þetta er bara hluti af fótboltanum og skoðanir mínar skipta í raun ekki máli í því samhengi. Við fórum frá því að vera neðst í Lengjudeildinni yfir í að verða meistarar og svo samkeppnishæft lið í Bestu deildinni. Mér finnst það bara nokkuð gott.“

John segir að ýmsilegt hafi fallið gegn liðinu á þessari leiktíð.

„Á sex vikna tímabili kemur í ljós að þrír af mínum mikilvægustu leikmönnum urðu allar óléttar. Ég elska þær allar en þá var þetta í rauninni eins og biðja Usain Bolt að hlaupa hundrað metrana með bakpoka. Þetta gerði verkefnið erfiðara. Það komu líka upp innri áskoranir sem við tókumst á við með reisn og virðingu. Við héldum því öllu utan fjölmiðla, og ég er stoltur af því hversu fagmannlega við tókumst á við þetta. Það er styrkleiki að geta haldið einbeitingu innan hópsins þrátt fyrir erfiðleika.“

John kveður Víking með söknuði en er stoltur.

„Þessir leikmenn eru einhverjir mögnuðustu einstaklingar sem ég hef kynnst. Þegar þú elskar einhvern, þá viltu eyða öllum tíma með þeim. Besti hluti dagsins hjá mér var gefa leikmönnunum fimmu og sjá gleðina sem ríkti á æfingum, með leikmönnum eins og Bergdísi, Kötlu, Birtu, Rakel, Freyju og Emmu, þær vita hvað ég meina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Átti erfitt með svefn eftir tap Íslands – „Maður var svolítið tómur“

Átti erfitt með svefn eftir tap Íslands – „Maður var svolítið tómur“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Lætur moldríka unnusta sinn fara og grunar hann um framhjáhald

Lætur moldríka unnusta sinn fara og grunar hann um framhjáhald
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta er sögð ástæða þess að Ronaldo mætti ekki í útför Diogo Jota

Þetta er sögð ástæða þess að Ronaldo mætti ekki í útför Diogo Jota
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ingibjörg svekkt eftir niðurstöðu kvöldsins: ,,Ég veit ekki hvað meira ég á að segja“

Ingibjörg svekkt eftir niðurstöðu kvöldsins: ,,Ég veit ekki hvað meira ég á að segja“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Dagný eftir tapið: ,,Ætluðum okkur stærri hluti“

Dagný eftir tapið: ,,Ætluðum okkur stærri hluti“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stuðningsmenn Sviss brjálaðir út í íslensku stelpurnar – Myndband

Stuðningsmenn Sviss brjálaðir út í íslensku stelpurnar – Myndband
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ekki sannfærður um að Martinez henti vel

Ekki sannfærður um að Martinez henti vel