fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Ódæðismaðurinn í Svíþjóð játar: Styður ISIS og vildi hefnd vegna Sýrlands – fjögurra barna faðir

Rakhmat Akilov ók á hóp fólks í Stokkhólmi á föstudag með þeim afleiðingum að fjórir létust

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 11. apríl 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rakhmat Akilov, 39 ára Úsbeki, játaði fyrir dómstólum í Svíþjóð í morgun að hafa ekið bifreið sinni á hóp fólks í Stokkhólmi á föstudag. Fjórir létust í árásinni. Akilov, sem er fjögurra barna faðir, er sagður hafa sagt við lögreglu að með árásinni hefði hann viljað hefna fyrir sprengjuregnið í Sýrlandi.

Aftonbladet hefur sagt frá því að Akilov hafi greint lögreglu frá því að hann hafi framfylgt skipunum frá liðsmönnum ISIS í Sýrlandi. Hann er sagður hafa viðurkennt við yfirheyrslur að vera liðsmaður ISIS og sagt að vestrænar þjóðir þyrftu að hætta loftárásum á Sýrland.

Akilov var dreginn fyrir dóm í morgun þar sem lögmaður hans, Johan Eriksson, játaði fyrir hans hönd. Akilov situr nú í gæsluvarðhaldi og bíður dóms.

Auk þeirra fjögurra sem létust slösuðust fimmtán þegar hann ók bíl sínum á hóp fólks við verslunarmiðstöð í Stokkhólmi. Saksóknari í málinu fór fram á að Akilov yrði látinn sæta einangrun meðan hann bíður þess að málið verði dómtekið. Þannig hefði hann ekki aðgang að sjónvarpi eða interneti og fengi ekki að hafa samband við umheiminn.

Um helgina var greint frá því að Akilov hefði sótt um hæli í Svíþjóð en verið synjað. Á umsókninni greindi hann frá því að hann hefði sætt pyntingum í heimalandi sínu, en það reyndist ekki á rökum reist. Hann er sagður hafa sótt um hæli árið 2014 og notað nafnið Rahmatgon Kurbonov. Á þeim forsendum, meðal annars, var honum synjað um hæli á sínum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna
Fréttir
Í gær

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku