fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

„Móðir allra sprengja“ felldi 36

Níu tonna sprengju varpað á yfirráðasvæði Íslamska ríkisins í Afganistan

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. apríl 2017 11:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

36 vígamenn Íslamska ríkisins féllu þegar Bandaríkjaher varpaði því sem hefur verið kallað „móðir allra sprengja“ á jarðgangakerfi hryðjuverkasamtakanna í Afganistan í gær. Þetta er haft eftir varnarmálaráðuneyti Afganistan í erlendum fréttamiðlum. Samkvæmt upplýsingunum féllu engir óbreyttir borgarar í árásinni en þær upplýsingar ríma ekki við vitnisburð fólks á svæðinu, að því er t.a.m. breska blaðið Guardian greinir frá.

Sprengjan, sem ber heitið GBU-43/B, er hin allra stærsta sem til er í vopnabúri Bandaríkjahers, ef frá eru talin kjarnorkuvopn. Sprengjan er tæp níu tonn að þyngd og hefur slíkri sprengju aldrei fyrr verið varpað í hernaði. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu varnarmálaráðuneytisins eyðilagði sprengjan hernaðarlega mikilvæg skotmörk, göng og felustaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd