fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Vilja að friðhelgi Le Pen verði aflétt

Sökuð um að hafa misfarið með fé Evrópuþingsins

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. apríl 2017 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Frakklandi hafa kallað eftir því við Evrópuþingið að friðhelgi Marine Le Pen verði aflétt svo hægt sé að rannsaka meint fjársvik hennar. Le Pen, sem er leiðtogi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi og forsetaframbjóðandi, er sökuð um að hafa notað fjármuni Evrópuþingsins til að greiða eigin starfsfólki.

Le Pen er sökuð um að hafa notað um 40 milljónir króna sem átti að nýta til að standa straum af kostnaði við störf aðstoðarmanna á Evrópuþinginu til að greiða persónulegum aðstoðarmönnum sínum. Í mars var gerð húsleit á skrifstofum Þjóðfylkingarinnar af þessum sökum. Þá var Le Pen einnig boðuð til yfirheyrslu vegna málsins í síðasta mánuði. Því neitaði hún og vísaði til þess að hún nyti friðhelgi.

Fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi fer fram 23. apríl næstkomandi. Le Pen háir harða baráttu við Emmanuel Macron, frambjóðanda En Marche! Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum er vart sjónarmunur á milli frambjóðendanna tveggja, bæði njóta þau tæplega fjórðungs fylgis. Talið er nokkuð ljóst að þau komist í seinni umferð kosninganna þar sem kosið er á milli þeirra tveggja efstu. Tíðindi af meintum fjárdrætti Le Pen virðast lítil áhrif hafa haft þar á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði