fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Styrmir ósáttur: „Hvers konar samfélag er þetta eiginlega?“ – Er þetta það sem við viljum?

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 2. júní 2019 10:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stymir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, telur yfirgnæfandi líkur á að áfengi komi verulega við sögu þegar kemur að ofbeldi á heimilum. Hann veltir fyrir sér hvernig þingmönnum detti í hug að leggja ítrekað fram tillögur á Alþingi um að auka frjálsræði í sölu áfengis.

Styrmir skrifar vikulega pistla í Morgunblaðið og um helgina fjallar hann meðal annars um kynningarherferð UNICEF um ofbeldi gegn börnum.

Fimmta hvert barn verður fyrir ofbeldi

Styrmir vísar hann í niðurstöður Rannsóknar og greiningar og Stígamóta þess efnis að eitt af hverjum fimm börnum á Íslandi hafi orðið fyrir líkamlegu og/eða kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára afmælisdaginn sinn.

„Þær rannsóknir sýna að í „… 8. – 10. bekk hafa að meðaltali 9,1% barna, þegar orðið fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi. Sú tala hækkar hratt, þegar komið er á framhaldsskólaaldurinn og er þá orðin 16,4%“. Og þá má spyrja: Hvers konar samfélag er þetta eiginlega?“

Stymir bendir svo á að afleiðingar þessa ofbeldis, samkvæmt skýrslu UNICEF, séu margvíslegar. Ein afleiðing sé þó sú að þeir sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku eru mun líklegri til að leiðast út í neyslu, óhóflega notkun áfengis, kynlífs eða annarra athafna sem skerða lífsgæði þeirra og trufla daglegt líf.

„Þegar upplýsingar af þessu tagi koma fram um þá villimennsku sem hér er á ferð vaknar sú áleitna spurning, að hve miklu leyti áfengisneyzla komi hér við sögu,“ segir Styrmir sem rifjar upp athyglisvert viðtal Auðar Jónsdóttur við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um alkóhólisma. Styrmir vísar í aðfaraorð Auðar í viðtalinu þar sem hún segir meðal annars:

„Ég veit ekki hversu oft ég hef horft upp á góðar manneskjur gera vonda hluti af því þær eru alkóhólistar, raunar hef ég skrifað allavega þrjár skáldsögur til að reyna að skilja atferlið.“

Lífið verður stjórnlaust

Kári segir meðal annars í viðtalinu að lífið verði stjórnljóst þegar alkóhólismi er annars vegar. „Staðreyndin er sú að næstum allt vont sem kemur fyrir þig gerist undir áhrifum áfengis, svo margt vont gerist undir áhrifum þess …“.

Stymir er þeirrar skoðunar að yfirgnæfandi líkur séu á því að áfengi komi verulega við sögu þegar ofbeldi á heimilum er annars vegar.

„Og í því felst að við þann fjanda verður ekki ráðið nema með því að taka á rótum hans, sem eru að verulegu leyti neyzla áfengis og sjálfsagt á síðari árum annarra fíkniefna líka. Í ljósi þessa má velta fyrir sér, hvernig sumum þingmönnum dettur í hug að leggja ítrekað fram tillögur á Alþingi um að auka frjálsræði í sölu áfengis og það í nafni frelsisins. Þessar nýjustu upplýsingar Unicef um hvað heimilisofbeldi er víðtækt á Íslandi ættu að verða til þess að hér verði vitundarvakning um að svipta hulunni af einu af síðustu leyndarmálunum sem þjaka samfélag okkar vegna þess að auðvitað er staðreyndin sú, að enn er þagað í fjölskyldum um ofneyzlu áfengis fjölskyldumeðlima.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að