fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
FókusKynning

Ísold: Framúrskarandi fyrirtæki sex ár í röð

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 30. mars 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þessi viðurkenning er okkur mjög mikilvæg og hefur meðal annars gert það að verkum að við náum betri kjörum við erlendu birgjana okkar vegna þess að þeir álíta okkur traustsins verða. Það skilar sér síðan í lægra vöruverði en ella,“ segir Kristinn Gestsson, framkvæmdastjóri Ísoldar, en fyrirtækið hefur fengið viðurkenninguna Framúrskarandi fyrirtæki, sem CreditInfo veitir, sex ár í röð, eða samfleytt frá árinu 2011.

Ísold er vaxandi og vel rekið fyrirtæki sem sérhæfir sig í hillukerfum og skyldum samsetningum. Fyrirtækið var stofnað árið 1992 og er því 25 ára á þessu ári. Mikill vöxtur hljóp í starfsemina eftir 1995 er fyrirtækið fékk umboð fyrir hin þekktu hillukerfi frá Metalsistem á Ítalíu:

„Þetta er hágæðavara og hefur þá sérstöðu að það eru engar skrúfur heldur er öllu kerfinu smellt saman. Þegar kaupandinn fær vöruna í hendur erum við búnir að setja saman uppistöðuna með stífingum á milli og fótplötum, þannig að eftirleikurinn er auðveldur, bara að smella bitanum í og leggja plöturnar ofan í. Þetta er mjög einfalt og auðvelt í uppsetningu og þarf engrar sérþekkingar við,“ segir Kristinn.

Ísold sinnir jafnt einstaklingum sem fyrirtækjum þó að þjónusta við fyrirtæki sé mun stærri hluti af starfseminni.

„Hillukerfin eru líka af öllum stærðum, allt frá einni hillu upp í hillukerfi með milligólfum. Fyrirækjum er boðið upp á allt frá smáhillukerfum upp í stórhillukerfi eins og brettarekka og armarekka og þess háttar,“ segir Kristinn.

Ísold sér fyrirtækjum meðal annars fyrir hillukerfum á lagera, vöruhillur í verslanir og skjalageymslur, svo fátt eitt sé nefnt. Einstaklingar leita síðan til Ísoldar til að fá lausnir sem stuðla að góðu skipulagi í geymslunni og bílskúrnum.

Ísold er til húsa að Nethyl 3-3A og þar er verslun á 700 fermetrum sem er opin virka daga frá kl. 8 til 17. Þá er ennfremur 600 fermetra verkstæði á staðnum þar sem sérsmíði er sinnt: „Við smíðum vinnuborð, afgreiðsluborð, panelstanda og svo framvegis. Síðan erum við með samsetningar á þessum göflum sem eru notaðir í hillurekkana – gerum klárt bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki.“

Þá er vert að benda á heimasíðuna isold.is þar sem hægt er að skoða úrvalið og nálgast gagnlegar upplýsingar um uppsetningu hillukerfa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7