fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

„Konur eiga ekki bara að vera heima og vaska upp. Þær geta spilað fótbolta“

Auður Ösp
Fimmtudaginn 23. mars 2017 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Khalida Popal neyddist til að yfirgefa fjölskyldu sína í Afganistan fyrir sex árum eftir að hún varð andlit kvennafótboltans þar í landi. Ástæðan var sú að hún óttaðist um öryggi sitt; henni hafði meðal annars verið ógnað með byssum, kölluð viðurstyggilegum nöfnum og grýtt með grjóti auk þess sem hún og fjölskylda hennar sátu undir stöðugum hótunum. Hún hefur nú stofnað eigin samtök sem berjast fyrir réttindum kvenna í íþróttum.

Enn martraðir

„Stundum fæ ég enn martraðir. Þá sé ég þessa menn standa og horfa á mig hlæjandi eða ég óttast að mér verði nauðgað,“ segir Khalida í nýlegu viðtali við Guardian.

Hún ólst upp við að spila fótbolta í landi sem gjarnan er talað um sem eitt það hættulegasta í heimi fyrir konur. Þar sem viðhorfið er það að konur eigi ekki að taka þátt í íþróttu. Þær sem brjóta þá reglu er gjarnan kallaðar „mellur“ og „tíkur“ og úthrópaðar fyrir að smána heiður fjölskyldu sinnar.

Talíbaninn með byssuna

Ofsóknirnar og hótanirnar í garð Khalidu hófust eftir að hún fór að tala fyrir því að fleiri konur ættu að spila fótbolta. Að lokum sá hún ekki annan kost en að flýja, og lét hún eingöngu foreldra sína vita af áætlunum sínum. Hún hafði enga hugmynd um hvert hún gæti farið, hún var ekki með vegabréf og það eina sem hún hafði meðferðis var fartölva og mynd af fótboltaliðinu sem hún spilaði með.

„Talíbaninn með byssuna var ekki mín helsta ógn. Það var talíbaninn í jakkafötunum með bindið, menn sem eru mótfallnir konum og því að þær hafi rödd.“

Leið eins og fugli í búri

Khalidu tókst að komast til Indlands og þaðan í flóttamannabúðir í Noregi og síðan í Danmörku. Þar dvaldi hún í ár áður en hún fékk landvistarleyfi. Á þeim tíma varð hún mjög þunglynd,

„Ég hætti ekki lífi mínu til að enda í flóttamannabúðum í Danmörku, það var ekki markmiðið. Mér leið eins og fugli í búri og varð mjög þunglynd. Ég hafði glatað öllu sem ég átti.“

Hún fékk að lokum aðstoð sálfræðing stil að vinna bug á vanlíðan sinni og fljótlega varð tilveran bjartari. Í kjölfarið fór hún að hvetja aðrar konur í flóttamannabúðunum til að stunda íþróttir til að láta sér líða betur og leiða hugann frá aðstæðunum sem þær voru fastar í. Hún stofnaði í kjölfarið Girl Power samtökin sem tengja saman flóttamenn og sjálfboðaliða sem sjá um að kenna þeim hinar ýmsu íþróttagreinar. Khalida segir íþróttirnar frábæra leið til að brjóta ísinn á milli flóttamanna og heimamanna, auk þess sem það gefi konum kjark, þor og sjálfstraust.

Geta líka spilað fótbolta

Hún hefur undanfarin misseri unnið markvisst að því að breyta hugarfari fólks til kvenna í íþróttum en á seinasta ári vann hún meðal annars með Hummel að hönnun híjab slæðu sem konur geta notað við íþróttaiðkun. Þá hefur hún fundað með Gianni Infantino, forseta FIFA, og tjáð honum honum þá skoðun sína að alþjóðasamfélagið þurfi að koma á jafnrétti innan íþróttaheimsins, meðal annars með því að greiða konum jafn mikið og körlum fyrir landsliðsverkefni.

„Konur eiga ekki bara að vera heima og vaska upp. Þær geta spilað fótbolta. Það á að vera þeirra val. Ég er ánægð með að vera enn tengd kvennafótbolta og að ég get enn gert eitthvað fyrir þjóð mína úr allri þessari fjarlægð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala
Fréttir
Í gær

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“