fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024

Tobba og Kalli gifta sig í villu á Ítalíu: „Mér leið eins og Kardashian!“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 31. maí 2019 17:00

Tobba og Kalli á Ítalíu í fyrrasumar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlakonan og rithöfundurinn Þorbjörg Marinósdóttir og unnusti hennar Baggalúturinn og fyrrverandi borgarfulltrúinn Karl Sigurðsson ætla að ganga í það heilaga á Ítalíu í september.

Þorbjörg, eða Tobba eins og hún er betur þekkt, og Karl hafa verið trúlofuð síðan desember 2016. Þá fór Karl á skeljarnar á tónleikum Baggalúts í Háskólabíói fyrir framan fullan sal af fólki.

Parið á saman tvær dætur, Regínu og Ronju Guðbjörgu.

DV heyrði í Tobbu og fékk að vita meira um brúðkaupið og undirbúninginn.

Tobba var ólétt síðasta sumar þegar þau fóru að skoða villuna.

Brúðkaupið verður 19. september næstkomandi.

„Þetta verður lítið brúðkaup. Aðeins foreldrar, amma, systkin og nánustu vinir. Við vildum hafa þetta lítið og persónulegt og leigðum litla villu í Marché-héraði á Ítalíu. Þar verðum við í viku og eldbökum pítsu, sólum okkur, förum í heimatilbúið pub quiz og njótum þess að vera með fólkinu okkar,“ segir Tobba.

Undirbúningurinn fyrir brúðkaupið hefur verið mjög skemmtilegur að sögn Tobbu.

„Við fórum út síðasta sumar að skoða villuna, smakka matinn og heimsækja vínbóndann,“ segir Tobba.

Boðskortið.

„Eitt það skemmtilegasta hingað til var að máta brúðarkjóla með mömmu, ömmu og tengdó. Mig var búið að kvíða dálítið fyrir því af ýmsum ástæðum. Maður virðist jú aldrei vera ánægður með útlit sitt og svo er pressan að finna fullkomin kjól alltaf galin. Svo er þetta týpíska lögmál að þegar það á að versla sér eitthvað, þá finnst aldrei neitt. Ég bókaði mér mátun hjá Beggu Bridals sem var algjörlega stórkostleg upplifun. Freyðivín, konfekt og faglegar hendur. Búðinni var lokað á meðan og ég hreinlega sveif á bleiku skýi. Mér leið eins og Kardashian! Guðdómlegir kjólar. Nú er aðalmálið hvort ég eigi að vera með eitt aðaldress og annan partíkjól! Lúxus vandamál!“

Tobba gefur okkur smá vísbendingu um brúðarkjólinn: „Stefnan er tekin á antík bleikt og slör. Annað er leyndamál.“

Tobba skemmti sér konunglega að máta brúðarkjóla: „Mér leið eins og Kardashian!“
Brúðarkjóllinn er antík bleikur.

Parið afþakkar gjafir. „Svo dýrt að ferðast. Mæting okkar nánasta er besta gjöfin,” segir Tobba.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Þessi 15 metra slanga gæti verið sú stærsta sem lifað hefur á jörðinni

Þessi 15 metra slanga gæti verið sú stærsta sem lifað hefur á jörðinni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hrafnkell ómyrkur í máli og trúði vart því sem hann sá – „Það var bara fáránlegt að horfa upp á þetta“

Hrafnkell ómyrkur í máli og trúði vart því sem hann sá – „Það var bara fáránlegt að horfa upp á þetta“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Mölbrotnaði eftir að hafa hrasað um köttinn sem slapp ómeiddur

Mölbrotnaði eftir að hafa hrasað um köttinn sem slapp ómeiddur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Varane þakkar stuðninginn og getur ekki beðið eftir endurkomunni

Varane þakkar stuðninginn og getur ekki beðið eftir endurkomunni
Fókus
Fyrir 20 klukkutímum

Sagan á bak við Frank Mills

Sagan á bak við Frank Mills
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Byrjunarlið Aston Villa og Chelsea – Palmer mættur aftur

Byrjunarlið Aston Villa og Chelsea – Palmer mættur aftur

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.