fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Katrín skorar á gerandann að koma fram – „Hún var kvalin og þetta var augljóslega af mannavöldum,

Jón Þór Stefánsson
Sunnudaginn 26. maí 2019 16:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Mixa skorar á einstaklinginn sem að lék köttinn hennar grátt að stíga fram. Jasmín, köttur Katrínar var nefnilega beitt dýraníði aðfaranótt Laugardags.

Katrín lýsir því í samtali við blaðamann hvernig Jasmín hafði hagað sér undarlega laugardagsmorguninn. Í fyrstu var Katrín óviss um hvað væri að angra kisu, en sá svo að einhver hafði bundið rembingshnút með þunnu snæri um skott hennar.

„Það var augljóslega komið sár í þetta. Ég sá það þegar ég reyndi að losa hnútinn, þá sýndi hún viðbrögð. Fyrst mjálmaði hún og svo hvæsti hún á mig, en hún hafði aldrei hvæst á mig áður,“

Katrín fór með Jasmín til dýralæknis sem sagði að um drafníð væri að ræða. Dýralæknirinn losaði hnútinn og skoðaði sárið, en mögulega var komið drep í sárið.

Jasmín hefur gert lítið annað en að sofa síðan hún kom heim frá dýralækninum, en henni voru gefin verkjalyf og Katrínu sagt að halda henni inni.

„Hún var kvalin og þetta var augljóslega af mannavöldum, þó það sé auðvitað inni í myndinni að einhver krakki hafi gert þetta þá var hnúturinn bundinn mjög fast,“

Katrín biður gerandann um að stíga fram. Hún segist vera tilbúin að sína skilning ef að markmið verknaðarins hafi ekki verið að kvelja köttinn.

Hnúturinn á skotti Jasmínar
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Neysla íslenskra barna á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn

Neysla íslenskra barna á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn
Fréttir
Í gær

Fyrrum bæjarfulltrúi dreginn fyrir dóm í leigudeilu – Lætur ekki ná í sig í Noregi

Fyrrum bæjarfulltrúi dreginn fyrir dóm í leigudeilu – Lætur ekki ná í sig í Noregi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja að algengasta verkjalyf heims gæti aukið líkur á einhverfu og ADHD

Telja að algengasta verkjalyf heims gæti aukið líkur á einhverfu og ADHD
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þetta eru skilyrðin sem Pútín setur fyrir friðarsamningi

Þetta eru skilyrðin sem Pútín setur fyrir friðarsamningi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framkvæmdir við græna gímaldið ekki stöðvaðar

Framkvæmdir við græna gímaldið ekki stöðvaðar