fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Ríkisskattstjóri gefur ekki upplýsingar um 10 tekjuhæstu í ár

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 24. maí 2019 11:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisskattstjóri mun ekki senda fjölmiðlum  upplýsingar um hæstu greiðendur skatta á síðasta  ári. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem barst rétt í þessu.

Í tilkynningu segir að í framhaldi af áliti Persónuverndar um vefinn tekjur.is þar sem hægt var að skoða tekjur Íslendinga, hafi framkvæmd ríkisskattstjóra við framlagningu og birtingu upplýsinga úr álagningarskrá verið tekin til endurskoðunar. Þeirri könnun er ekki lokið.

„Ljóst er þó að ríkisskattstjóri mun ekki senda fjölmiðlum  upplýsingar um hæstu greiðendur, þar sem slík birting er ekki talin samræmast þeim ákvæðum sem gilda um persónuvernd og friðhelgi einkalífs.“

Álagningarskrá mun ekki vera lögð fram fyrr en daganna 19. ágúst til 2. september, þrátt fyrir að álagningar- og innheimtuseðlar einstaklinga verði eftir sem áður aðgengilegir á vef ríkisskattstjóra þann 31. maí.

Samkvæmt þessari tilkynningu mega landsmenn bíða fram á haust eftir Tekjublöðunum svonefndu sem njóta mikilla vinsælda, en upplýsingar í slíkum aukablöðum eru fengnar úr álagningarskrá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Borgarbyggð vill selja Bifröst og koma flóttafólkinu þar í virkni – Fjárhagslegur vítahringur

Borgarbyggð vill selja Bifröst og koma flóttafólkinu þar í virkni – Fjárhagslegur vítahringur
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind – Sjáðu listann

Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind – Sjáðu listann
Fréttir
Í gær

Segir að Ágúst Ólafur verði yfirfrakki Samfylkingar á ráðherra Flokks fólksins – „Algjör nýlunda“

Segir að Ágúst Ólafur verði yfirfrakki Samfylkingar á ráðherra Flokks fólksins – „Algjör nýlunda“
Fréttir
Í gær

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist