Í hádeginu í dag óskuðu starfsmenn bílasölu í hverfi 110 eftir aðstoð lögreglu vegna manns sem var reyna að stela bíl. Sá hafði komið á staðinn í leigubíl sem hann greiddi ekki fyrir. Maðurinn, sem var í annarlegu ástandi, var handtekinn og vistaður í fangageymslu.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu ásamt öðru:
Snemma í morgun var lögreglu tilkynnt um mann að reyna að opna bíla í hverfi 105. Maðurinn fannst skömmu síðar og var handtekinn grunaður um innbrot og þjófnað úr nokkrum bílum. Viðkomandi er á reynslulausn vegna svipaðra brota. Var hann vistaður í fangageymslu lögreglu.
Um hálfþrjúleytið var tilkynnt um slys í álverinu í Straumsvík. Voru áverkar á hendi manns en ekki liggja fyrir góðar upplýsingar um atvikið.