fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Hrosshræið í Saltvík hefur verið fjarlægt – „Þetta mál hefur komið mjög illa við mig og fjölskyldu mína“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 18. maí 2019 11:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég ætla ekki að afsaka það að ganga ekki fyrr varanlega frá hræinu, það var til skammar eins og fram hefur komið og ég verð að lifa við það. Þetta mál og þessi fréttaflutningur hefur hins vegar komið mjög illa við mig og fjölskyldu mína, en ég á fjórar ungar dætur,“ segir Bjarni Páll Vilhjálmsson, eigandi hestaleigunnar Saltvík í Norðurþingi. Eins og DV greindi frá á fimmtudag lá hestshræ í hólfi hestaleigunnar í um mánaðartíma, rotið og maðkétið. Þess má geta að Bjarni er varamaður í Skipulags- og framkvæmdaráði Norðurþings sem vinnur að Umhverfisstefnu Norðurþings um þessar mundir.

Bjarni bendir á að svo hafi háttað til að hann var nýbúinn að farga hræinu endanlega þegar fréttin birtist á dv.is.

„Ég komst með vinnuvél að hræinu og týndi leifarnar í skóflu til förgunar. Allt of seint en málið er þar með frágengið. Ég fékk svo ábendingu um fréttina seinni partinn frá dóttur minni.“

„Hræið kom undan snjó og fannst þann 18. apríl eins og komið hefur fram. Ég gekk frá hræinu sem var nánast uppétið undir plasti og grjóti, í laut í hvarfi við alla mögulega umferð þarna við sjóinn þar sem illmögulegt var að komast að með dráttarvél vegna aurbleytu þessa daga í apríl.“

Segir vatnsból ekki hafa verið í hættu

Bjarni Páll segir alrangt, sem ráða má af frétt DV, að vatnslækur þar sem hestar hans brynna sér, hafi verið í hættu vegna hræsins. Þrátt fyrir ekki mikla fjarlægð hafi hræið verið hulið ofan í laut þar sem erfitt var að komast að því.

„Við fjölskyldan höfum rekið okkar starfsemi hér í 20 ár, að við héldum við góðan orðstír, og verðum að lifa við þá staðreynd að þarna varð mér á. Ég verða að taka þeirri umfjöllun sem því fylgir, hún er sönn í sjálfu sér,“ segir Bjarni Páll en bendir á að aðstæður hafi þó verið erfiðar.

Bjarni Páll hefur haft samband vi MAST og óskað eftir úttekt á búinu, vegna fréttaflutningsins, bæði aðbúnaði og ástandi allra 119 hrossanna í stóðinu, sem og umgengni og ásigkomulagi aðstöðunnar í heild. Vill hann með þeirri úttekt leiða í ljós að almennt sé starfsemi hans ekki ábótavant þrátt fyrir þetta atvik sem nú er úr sögunni.

Fyrri frétt

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Allt logar út af meintum árásum „skrímsladeildarinnar“ – Stefán Einar svarar fyrir sig – „Það sýnir hverskonar ógeð þeir eru“

Allt logar út af meintum árásum „skrímsladeildarinnar“ – Stefán Einar svarar fyrir sig – „Það sýnir hverskonar ógeð þeir eru“
Fréttir
Í gær

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga spurði Jón Gnarr óvæntrar spurningar sem vakti kátínu

Helga spurði Jón Gnarr óvæntrar spurningar sem vakti kátínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“