fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fréttir

Ásmundur færði Íþróttasambandi fatlaðra tvær milljónir og blómvönd

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 18. maí 2019 08:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, færði í gær Íþróttasambandi fatlaðra tvær milljónir að gjöf í tilefni af 40 ára afmæli sambandsins. Sömuleiðis blómvönd fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Íþróttasamband fatlaðra hefur frá upphafi barist kröftuglega fyrir aukinni þátttöku fatlaðs fólks í íþróttum. Þannig hefur það stutt við aukinn þroska þess, sjálfstraust, sjálfsvitund og um leið aukið  möguleika þess til að takast á við þær áskoranir sem lífið býður upp á.

„Ég hef verið þeirrar gæfu og gleði aðnjótandi að fá að sjá með eigin augum þá ótrúlegu krafta sem búa innan sambandsins. Meðal annars þegar ég fékk að fylgja íslenska hópnum sem keppti á heimsleikum Special Olympics í Abu Dahbi fyrr á þessu ári,“ sagði Ásmundur Einar á afmælishátíðinni. Hann minnti gesti sömuleiðis á þá staðreynd að á meðal mesta afreksfólks íslenskra íþrótta er íþróttafólk með fatlanir. Má þar nefna Kristínu Rós Hákonardóttur, sem var tekin inn í Heiðurshöll ÍSÍ árið 2013.

Ásmundur Einar sagði starfsemi sambandsins hafa mikilvæga samfélagslega þýðingu. „Það styrkir félagslegar aðstæður barna og ungmenna og eiga einkunnarorð þess einkar vel við á þessum tímamótum en þau eru: stærsti sigurinn er að vera með.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Óþrifnaður í sundlaugum – Íslendingar líka sóðar

Óþrifnaður í sundlaugum – Íslendingar líka sóðar
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Dásamar austfirskan „sendiherra“ Íslands – „Þó hann sé með pólskt vegabréf og tali ekki fullkomna íslensku“

Dásamar austfirskan „sendiherra“ Íslands – „Þó hann sé með pólskt vegabréf og tali ekki fullkomna íslensku“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hagkaup vara við svikapóstum – Óvenju handstór kona lofar veglegri gjöf

Hagkaup vara við svikapóstum – Óvenju handstór kona lofar veglegri gjöf
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Trump með George Soros í sigtinu

Trump með George Soros í sigtinu
Fréttir
Í gær

Segjast ætla að taka viðvaranir ungmenna alvarlega

Segjast ætla að taka viðvaranir ungmenna alvarlega
Fréttir
Í gær

Ræða hvort birting á tekjum sé hnýsni eða verðmætar upplýsingar – „Líka hugsað á vissan hátt þannig að þetta kemur í veg fyrir gróusögur“

Ræða hvort birting á tekjum sé hnýsni eða verðmætar upplýsingar – „Líka hugsað á vissan hátt þannig að þetta kemur í veg fyrir gróusögur“