fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fréttir

Íslandspóstur mun rukka aukakostnað á sendingar – „Þessi ráðstöfun á eftir að valda einhverri óánægju“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 17. maí 2019 16:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt tilkynningu frá Íslandspóst verður svonefnd sendingargjald verða innheimt af sendingum sem koma erlendis frá, samkvæmt nýsamþykktri heimild frá Alþingi.

„Eftir þessa breytingu munu sendingar frá útlöndum sem innihalda vörur því bera aðflutningsgjöld sem greidd eru til ríkisins, ásamt umsýslugjaldi og hinu nýja sendingargjaldi sem Íslandspóstur innheimtir,“ segir í tilkynningu.

Innheimta gjaldsins hefst þann 3. júní næst komandi og verður 400 krónur fyrir sendingar frá Evrópu og 600 krónur fyrir sendingar frá löndum utan Evrópu. Umsýslugjaldið er 500 krónur og því verður kostnaðurinn nú 900-1100 krónur fyrir viðtakendur erlendra sendinga.

„Við gerum okkur grein fyrir því að þessi ráðstöfun á eftir að valda einhverri óánægju og skiljum það vel. Ljóst er að innheimta sérstaks sendingargjalds er óheppileg leið til að mæta því að ekki hefur enn tekist að ná fram þeirri breytingu á alþjóðasamningum að burðargjald erlendra sendinga standi undir dreifingarkostnaði. Staðan er hins vegar sú að núgildandi fyrirkomulag getur ekki gengið lengur að óbreytt og þetta er talin heppilegast gegnsæja leiðin til þess að fá nægilega greitt fyrir erlendar sendingar.“

Í tilkynningu segir jafnframt að Íslandspóstur  hafi tapað mikið á núgildandi fyrirkomulagi og geti ekki standið undir kostnaði. Takist að ná fram breytingum á alþjóðasamningum vonast Íslandspóstur til að þurfa ekki að innheimta gjaldið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þorsteinn sendir Snorra væna pillu: „Hoppar í drullupollum með frægustu ofbeldismönnum landsins“

Þorsteinn sendir Snorra væna pillu: „Hoppar í drullupollum með frægustu ofbeldismönnum landsins“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig
Fréttir
Í gær

Sjóvá kemst ekki lengra með mál þremenninga sem sakaðir voru um tryggingasvik

Sjóvá kemst ekki lengra með mál þremenninga sem sakaðir voru um tryggingasvik
Fréttir
Í gær

Taktík Úkraínumanna hefur áhrif á Evrópuríki og rússneskan almenning

Taktík Úkraínumanna hefur áhrif á Evrópuríki og rússneskan almenning
Fréttir
Í gær

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist
Fréttir
Í gær

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“