fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Lesbíur máttu ekki faðmast í Grafarvogslaug: „Særðum víst blygðunarkennd eins gamals manns“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 20. mars 2017 18:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Sigurbergsdóttir og Ingunn Anna greina frá því í samtali við Nútímann að þær hafi verið skammaðar af starfsmanni Grafarvogslaugar fyrir að fallast í faðma. Katrín og Ingunn hafa verið par í um eitt og hálft ár.

Katrín greinir frá því að skömmu áður en þær fengu skammir hafi gagnkynhneigt par verið innilegt við hvort annað á sama stað án þess að amast hafi verið við þeim.

„Við særðum víst blygðunarkennd eins gamals manns svo mikið að hann fór úr lauginni og heimtaði að starfsmaður myndi gera eitthvað í þessu“

Sólveig Valgeirsdóttir yfirmaður Grafarvogslaugar segir í samtali við DV að hún hafi heyrt af atvikinu og rætt við starfsmanninn. Hún kveðst þó eiga eftir að skoða málið nánar. Kvörtunin sneri að því að að Katrín og Ingunn hefðu átt að vera káfa á hvor annarri.

„Þegar lögð er fram kvörtun þarf starfsmaður að ræða við alla hluteigandi aðila og gerði hann það í þetta skipti,“ segir Sólveig og bætir við að starfsmenn þurfi stundum að skipta sér af fólki þegar það sé innilegt við hvert annað. Aðspurð hvort faðmlög eða kossar séu bannaðir í Grafarvogslaug svarar Sólveig neitandi.

„Nei nei, það er af og frá. En við förum yfir þetta atvik saman.“

Þá hefur DV heimildir fyrir því að starfsmenn Grafarvogs hafi orðið fyrir nokkru áreiti eftir frétt Nútímans. Hefur verið nokkuð um að fólk hafi hringt í starfsmenn og krafist þess að þeir segi upp störfum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“