Manchester City er Englandsmeistari annað árið í röð eftir sannfærandi sigur á Brighton í lokaumferðinni í gær. City lenti óvænt undir á Amex vellinum en fagnaði að lokum öruggum 4-1 sigri og endar á toppnum með 98 stig.
Liverpool vann sinn leik gegn Wolves á sama tíma og endar í öðru sæti deildarinnar með 97 stig, einu stigi á eftir City.
Gary Neville, stjarna Sky Sports og sérfræðingur stöðvarinnar var mættur til að lýsa leik Brighton og City.
Hann var fyrirliði Manchester United, sem eru grannar City og erkifjendur Liverpool. Hann var að ganga inn á Amex völlinn, þegar stuðningsmenn City fóru að áreita hann.
Einn þeirra reyndi að grýta Neville með bjórglasi, Neville sýndi hins vegar frábær viðbrögð. Eins og sjá má hér að neðan.
And he was supporting City all season ? pic.twitter.com/6blqCJEqDG
— ZAG-KAG (@1811MAG) May 12, 2019