fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fréttir

Halla Rut ásakar Eflingu harðlega: „Engin orð yfir hvað þetta hryllingsfólk hefur valdið okkur miklu tjóni“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 11. maí 2019 17:38

Grátandi Rúmeninn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halla Rut Bjarnadóttir, talsmaður starfsmannaleigunnar Menn í vinnu, fordæmir verkalýðsfélagið Eflingu og kallar fólkið sem þar stendur að kröfugerð gegn Mönnum í vinnu „hryllingsfólk“.

Halla deilir frétt DV frá því fyrr í dag þar sem farið er yfir kröfubréf frá Rétti lögmannsstofu, þar sem þess er krafist að viðskiptavinir Manna í leigu endurgreiði meinta ólögmæta frádráttarliði.

Mikið hefur verið fjallað um mál starfsmannaleigunnar í fréttum DV og samkvæmt sumum fréttunum virtust sumar fullyrðingar rúmensku verkamannanna ekki standast, til dæmis þær að þeir hefðu engin laun fengið greidd eins og þeir greindu frá í fréttum Stöðvar 2 í vetur. DV hefur rýnt í gögn frá starfsmannaleigunni, sent fjölda fyrirspurna á Eflingu og Vinnumálastofnun og reynt að fá botn í hvað er hæft í fullyrðingum beggja aðila. Í áðurnefndri frétt DV er farið yfir kröfur Eflingar vegna meintra vandgoldinna launa starfsmannaleigunnar.

Pistill Höllu Rutar vegna málsins er hins vegar eftirfarandi:

Þessar fáránlegu og ólöglegu kröfur þar sem lögmaður Eflingar vísvitandi leynir niðurlagi laganna og er honum til mikils ósóma sýna betur en allt annað að öllum þessum mönnum voru greidd sín laun. En skaðinn er skeður og engin, ekki ein manneskja, af þessu fólki dettur í hug að biðja okkur eða allt fólkið sem missti vinnuna sína afsökunnar. Eða þá fólkið og fyrirtækin sem borga í sjóði VMST og Eflingar en þessi persónulega aðför þeirra gegn okkur hefur auðvitað kostað tugi milljóna af almanna fé.
Það eru engin orð yfir það hvað þetta hryllingsfólk, eins og ég kýs að kalla þau, hafa valdið okkur miklu tjóni og fjölskyldum okkar allra hrikalegum áföllum og vanlíðan. Þau skeyta því engu heldur halda bara áfram því þau hafa ekki manndóm í sér að viðurkenna mistök sín.
Við skulum ekki gleyma því að þau sökuðu okkur opinberlega um að halda tugum manna í ánauð og þrælkunnarvinnu án þessa að greiða þeim nokkru sinni laun. Þau sökuðu okkur um skjalafals og að brjótast inn á banka reikninga fólksins og taka peninga út. Þetta eru brot sem liggja við einir þyngstu dómar í okkar réttakerfi. Mannorð okkar er ónýtt. Fyrirtækið er ónýtt. Fjölskyldur okkar eru í molum. 

Annað er að þau höfðu samband við viðskiptavini okkar og hótuðu lögsókn ef þau mundu versla við okkur en lofuðu að vinna ekki fyrir þá félagsmenn til að ná í þessi meintu ógreiddu laun ef þeir mundu ráða þá beint til sín, er þetta eðlilegt? Talandi um vanvirðingu við þetta fólk sem þau þykjast vera að vinna fyrir.

 

Sjá einnig:

Þetta eru meintu vangoldnu laun Rúmenanna

Halla Rut fagnar sigri

Grátandi Rúmeninn með 440 þúsund á mánuði

Grátandi Rúmeninn stígur fram

Grátandi Rúmenar í nauðungarvinnu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Handtekinn eftir húsbrot og líkamsárás

Handtekinn eftir húsbrot og líkamsárás
Fréttir
Í gær

Réttarhöld verða opin í viðkvæmu ærumeiðingarmáli gegn Möggu Frikka – Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms

Réttarhöld verða opin í viðkvæmu ærumeiðingarmáli gegn Möggu Frikka – Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms
Fréttir
Í gær

Grunur um fyrstu banvænu bjarndýrsárásina í Flórída – 89 ára gamall maður fannst látinn ásamt hundi sínum

Grunur um fyrstu banvænu bjarndýrsárásina í Flórída – 89 ára gamall maður fannst látinn ásamt hundi sínum