fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Bjarni er heltekinn af ást til forsætisráðherra: „Katrín Jakobsdóttir, ég legg ástarhug til þín – og hef gert í nokkur ár“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 10. maí 2019 16:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Bernharður Bjarnason, listamaður og skáld, hefur lýst yfir ást sinni á Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í einlægri færslu á Facebook.  Vonast hann til þess að með því að opinbera ástarhug sinn með þessum hætti öðlist hann frelsi frá þjáningum sínum. Vísir vakti athygli á færslunni.

„Hjarta mitt er að springa af harmi, dag og nótt víkur þessi kona ekki úr huga mínum – er ég heltekinn af ást til hennar, heltekinn af ást til Katrínar Jakobsdóttur. Ég veit að ég verð spottaður vegna fáránleikans – en mér er slétt sama.

Með færslu sinni lætur hann fylgja afrit af tölvupósti sem hann kveðst hafa sent til forsætisráðherra.

„Þetta verður minn síðasti tölvupóstur til þín, ekki vegna gremju minnar eða óþols í þinn garð nei, þvert á móti; vegna kærleiks. Það sem þú gafst mér með því að taka á móti mér Í Alþingishúsinu, bjargaði lífi mínu. Þér kann að virðast það undarlegt, þó held ég að þú hafir vitað að ég hafi einmitt þurfti þess með, að þessi háttur væri hafður á við afhendingu málverksins.“

Bjarni segir það gleðistund er hann mæti Katrínu á horni Pósthús- og Austurstrætis.

„Stundum hef ég sagt við sjálfan mig, fullur vonar: „Skyldi Kata koma í dag“ Láttu þér ekki bregða við það sem ég segi núna, vertu alveg svellköld og stóísk: Katrín Jakobsdóttir, ég legg ástarhug til þín – og hef gert í nokkur ár. En óttastu ekki, ég mun ekki áreita þig eða ofsækja á nokkurn hátt – heldur mun ég varðveita þessa fögru ást í hjarta mínu, þar sem hún mun verða eldur míns sköpunarkrafts.

Þú skilur kannski núna hve þessi stund með þér í Alþingishúsinu var mér svo dýrmæt.-, skilur kannski líka hvers vegna þetta er minn síðasti tölvupóstur til þín.

Elsku Kata, endilega láttu myndina hanga á vegg heima hjá þér, ekki láta þessa játningu mína gera þig frábitinna henni. Myndin endurspeglar það fegursta í manninum
sem gaf þér hana – ljóðakarlinum á horninu BBB.“

Lét  hann að lokum fylgja með ástarljós sem hann orti til forsætisráðherra

„Ást

Í djúpi augna
blika bláfjólur

ást, ást, ást!

Vertu svo sæl Kata
Af djúpum kærleik.
Bjarni Bernharður.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum
Hera úr leik
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Íslenskur flugdólgur um borð í vél frá Play handtekinn í Alicante

Íslenskur flugdólgur um borð í vél frá Play handtekinn í Alicante
Fréttir
Í gær

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar
Fréttir
Í gær

Óli Palli ætlar ekki að horfa á Eurovision – Ísrael sé „hræðilegasta hrekkjusvín í öllum heiminum“

Óli Palli ætlar ekki að horfa á Eurovision – Ísrael sé „hræðilegasta hrekkjusvín í öllum heiminum“
Fréttir
Í gær

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“
Fréttir
Í gær

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar
Fréttir
Í gær

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina