fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Dagur hjólar í Sigmund Davíð: „Þetta voru ótrúlega dýr mistök“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 9. maí 2019 10:21

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, gagnrýnir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, harðlega í stöðufærslu á Facebook. Hann segir ríkisstjórn hans hafa gert ótrúlega dýr mistök þegar hún lækkaði framlög til uppbyggingar árið 2013.

„Árið 2013 gerði ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar það að sínu fyrsta verki að lækka auðlindagjöld á útgerðina og fresta eða skera niður mikilvæg framlög til verkefna einsog byggingu nýs Herjólfs, Hús íslenskunnar, vegagerð um land allt, framlög til uppbyggingar ferðamannastaða og tvöföldun framlaga í Kvikmyndasjóð svo dæmi séu nefnd. Þessi verkefni voru hluti af Fjárfestingaráætlun fyrir Ísland sem gekk út á að framkvæma á besta tíma í hagsveiflunni til að skapa störf og hagvöxt,“ segir Dagur.

Hann bendir svo sérstaklega á Hús íslenskunnar sem hefur reynst þremur milljörðum dýrara en var ráðgert árið 2013. „Þetta voru ótrúlega dýr mistök. Í vikunni birtist ein afleiðing af þessum óskynsamlegu ákvörðunum – Hús íslenskunnar reynist þremur milljörðum dýrara en ef í það hefði verið ráðist árið 2013,“ segir Dagur.

Honum grunar enn fremur að kostnaðurinn við nýjan Herjólf verði álíka mikill. „Mig grunar að munurinn á kostnaði við nýja Herjólfs hlaupi líka á stórum fjárhæðum og sömu sögu sé að segja af öðrum framkvæmdum sem frestað var (fyrir utan hvað er óskynsamlegt að láta Vestmannaeyinga og aðra landsmenn bíða). Síðast en ekki síst á þjóðin rétt á arði af auðlindunum og ótrúlegt að upphæð veiðigjalda hafi verið lækkuð gríðarlega 2013 – og allar götur síðan,“ segir Dagur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu