fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Fréttir

Enn fréttist ekkert af Jóni Þresti og fjölskyldan opnar upplýsingasíðu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 8. maí 2019 21:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staðan er erfið fyrir fjölskyldu Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í Dublin laugardaginn 9. febrúar. „Staðan er óbreytt, eina sem hef­ur gerst er að tím­inn hef­ur liðið. En að öðru leyti er rann­sókn­in á mjög svipuðum stað,“ segir Davíð Karl Wiium, bróðir Jóns, í viðtali við mbl.is í kvöld.

Fjölskyldan hefur nú opnað upplýsingasíðuna jonjonssonmissing.com en þar er safnað saman á einn stað öllum upplýsingum um málið. Er þar mikið efni að skoða. Davíð segir í viðtal við mbl.is að langlíklegast sé að Jón Þröstur sé ekki á lífi. Hins vegar sé ekki hægt að útiloka neitt. Hann segir einnig mikilvægt að leyfa lífinu að halda áfram þó að rannsókninni sé haldið lifandi.

Ekki er búið að loka rannsókninni á málinu hjá írsku lögreglunni en ekkert hefur þokast í rannsókn málsins undanfarið.

Jón ætlaði að taka þátt í pókermóti í Dublin ásamt unnustu sinni. Hún kom ekki til Dublin fyrr en degi á eftir Jóni. Skömmu eftir að hún kom á hótelberbergi til hans gekk Jón út af hótelinu og síðan hefur ekki sést til hans. Jón tapaði verulegum fjárhæðum í póker skömmu fyrir hvarfið en að sögn fjölskyldunnar voru þeir fjármunir þó innan viðráðanlegra marka og hefðu ekki átt að leiða til örvæntingarfullra ráðstafana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gömul ummæli Jóns Péturs um einkunnakerfi rifjuð upp – Var ekki hrifinn af tölunum og fagnaði nýju kerfi

Gömul ummæli Jóns Péturs um einkunnakerfi rifjuð upp – Var ekki hrifinn af tölunum og fagnaði nýju kerfi
Fréttir
Í gær

Kolla sendir pillu: „Vonandi verður aldrei svo illa komið fyrir íslensku þjóðinni að hún komi Miðflokknum til valda“

Kolla sendir pillu: „Vonandi verður aldrei svo illa komið fyrir íslensku þjóðinni að hún komi Miðflokknum til valda“