fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Árni ræðst á Sólveigu: „Þessi kelling þarna, kommúnistinn“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 8. maí 2019 16:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árni Valur Sólonsson, hótelstjóri, sakar Eflingu um bull og lygar og segir þá skipta sér af málum sem komi þeim ekki við. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu.

Fyrr í dag var greint frá ávirðingum Eflingar gegn Árna sökum úrslitakosta sem starfsmönnum hefðu verið settir og hátterni hans kallað fullkomlega siðlaust.

Þetta er eitthvað sem kemur Eflingu ekkert við. Ég er að borga meira en það sem þeir hafa samið um, sagði Árni í samtali við Fréttablaðið. Segist hann greiða sínu starfsfólki rúmlega 50 þúsund krónum hærra kaup en kveðið er á um í kjarasamningi.

Aðgerðirnar sem Efling vísar í hafi verið uppsögn á launaliði í samningi starfsfólksins, en slíkt sé fullkomlega löglegt og gert í samráði við lögmann Samtaka atvinnulífsins.

„Það hefur engum verið sagt upp hjá mér. Ég er að borga langbestu launin fyrir þessi störf í bænum. Ég er bara að segja upp launaliðnum, sem sagt því sem ég er að borga umfram taxta.“

Árni segir engan hafa sagt upp vegna aðgerðanna og að sama bragði hafi engum verið sagt upp störfum. Telur hann að formanni  Eflingar, Sólveigu Önnu Jónsdóttur, gangi það eitt til að vekja athygli á sjálfri sér og stofna til verkfalla.

„Ef hún hefði nennt að hlusta á mig áður en hún fór í verkföllin þá hefði hún nú varla farið í verkföll, vegna þess ég er að yfirborga launin hjá starfsfólkinu mínu.“

„Vegna þess að það er vel borgað hjá mér og fólkinu líður vel í vinnu þangað til hún kom þessi kelling þarna, kommúnistinn, til valda hjá Eflingu.“

„Ekki hefur hún haft fyrir því að koma í eitt einasta skipti og kynna þessa nýju samninga fyrir starfsfólkinu. Vegna þess að hún hafi enga ástæðu til þess, greinilega. Hún vill bara fara í verkfall. Það eina sem henni gengur til er að vekja athygli á sjálfri sér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona verður veðrið á Menningarnótt

Svona verður veðrið á Menningarnótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein