„Ef maður þarf að láta Brynjar Níelsson, af öllum mönnum, kúska sig til fyrir skort á mannasiðum, – ja, þá er kominn tími til að hugsa sinn gang!“ segir þingmaðurinn Páll Magnússon um skondna uppákomu sem varð á Alþingi í dag. Brynjar stjórnaði þá þingfundi en Páli lá svo á að komast í ræðustól að hann var kominn þangað áður en Brynjar kynnti hann til leiks. Þetta líkaði Brynjari ekki og sagði, afar ákveðinn:
Háttvirtur þingmaður! Háttvirtur þingmaður! Vil biðja háttvirtan þingmann að bíða! Bíða þar til hann hefur verið kynntur í ræðustól.
Páll hrökklaðist úr ræðustól en hlátrar ómuðu í þingsalnum.
Umræðuefnið var hins veagr alvarlegt en þingfrumvarp um þungunarrof var til umræðu. Þessa skemmilegu uppákomu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan: