fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Fréttir

Almar Smári sagður vera enn grunaður um hlutdeild í glæpnum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 7. maí 2019 16:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hann hefur þá stöðu enn að vera grunaður um samverknað,“ segir Anja Indbjör, handhafi ákæruvaldsins hjá lögreglunni í Finnmörku í Noregi, í samtali við Morgunblaðið í dag. Er hún þar að ræða um Almar Smára Ásgeirsson sem látinn hefur verið laus úr varðhaldi. Gunnar Jóhann Gunnarsson situr í varðhaldi og er grunaður um að hafa orðið hálfbróður sínum, Gísla Þór Þórarinssyni, að bana í smábænum Mehamn, laugardaginn 27. apríl. Almar Smári var handtekinn um leið og Gunnar Jóhann og dæmdur í vikulangt gæsluvarðhald. Hann hefur nú verið látinn laus.

Eins og kom fram á dv.is í gær sendu foreldrar Almars Smára frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja son sinn alsaklausan af hlutdeild í glæpnum. Þar sagði meðal annars:

„Sonur okkar er frjáls vegna þess að hann er saklaus um aðild að morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni. Hann var ekki á staðnum þegar það var framið og hann hringdi á hjálp um leið og hann vissi hvað hefði gerst.“

Í frétt Morgunblaðsins kemur enn fremur fram að verjandi Almars Smára, Jens Herstad, meti stöðuna svo að Almar Smári eigi ekki von á ákæru í málinu. Í fréttinni segir enn fremur:

„Indbjør sagði að báðir hinna grunuðu hefðu skýrt mál sitt fyrir lögreglu, málið væri í rannsókn og vildi að öðru leyti ekki tjá sig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gömul ummæli Jóns Péturs um einkunnakerfi rifjuð upp – Var ekki hrifinn af tölunum og fagnaði nýju kerfi

Gömul ummæli Jóns Péturs um einkunnakerfi rifjuð upp – Var ekki hrifinn af tölunum og fagnaði nýju kerfi
Fréttir
Í gær

Kolla sendir pillu: „Vonandi verður aldrei svo illa komið fyrir íslensku þjóðinni að hún komi Miðflokknum til valda“

Kolla sendir pillu: „Vonandi verður aldrei svo illa komið fyrir íslensku þjóðinni að hún komi Miðflokknum til valda“