fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Jóhann leiddi Stjórnmálaspjallið í gildru sem það kokgleypti: „Sjitt hvað þetta er fyndið“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. maí 2019 13:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef rétt er þá skil ég ekki tilhvers. Arabar eru hvergi nokkur staðar framarlega í einu né neinu. Það er allt eins gáfulegt að kenna íslenskum börnum að telja á pólinesísku. Nær væri að fara að kenna kínversku í íslenskum skólum. Það vantar valkostinn „heimskulegt“.“

Þetta segir Heimir nokkur í athugasemd við færslu Jóhanns Inga Ólafssonar innan Stjórnmálaspjallsins. Jóhann hafði spurt hvað fólki þætti um það að menntamálaráðuneytið vilji kenna börnum, allt niður í sex ára aldur, arabískar tölur. Með öðrum orðum er einfaldlega um að ræða þá tölustafi sem allur heimurinn notar. Óhætt er að fullyrða að Jóhann hafi ætlað sér að leiða meðlimi spjallsins, sem er einna helst þekkt fyrir fordóma og íhaldssemi, í gildru.

Það sem kemur ef til vill á óvart er að margir kokgleyptu þetta og sögðu það skelfilegt að börnum yrðu kenndir arabískir tölustafir. Í könnun Jóhanns hafa nú um níutíu manns sagt þetta skelfilegt, meðan ríflega fimmtíu segja það frábært. Ríflega tuttugu manns segjast alveg sama um þetta.

Rúna nokkur spyr til að mynda hver sé tilgangurinn með þessu. „Er það ekki foreldranna að gera það. Meira ruglið,“ skrifar svo önnur kona.

Sumir virðast átta sig á gildrunni en nota þó tækifærið til að hjóla í múslíma. „Hvað finnst þér, Jóhann Ingi Ólafsson, um að láta börn múslima á Íslandi læra vers og súrur Kóransins utanbókar á arabísku?En leggja enga áherslu á að lesa Kóraninn eða læra vers og súrur utanbókar á íslensku?“ Arnór nokkur hefur þó gaman af þessu og skrifar: „Sjitt hvað þetta er fyndið. Það er svo auðvelt að fokka í múslimahöturum.“

Hér má lesa nánar um arabískar tölur á Vísindavef Háskóla Íslands. „Arabískar tölur, sem svo eru nefndar, eru ættaðar frá Indlandi. Þær eru oft nefndar indó-arabískar tölur í öðrum tungumálum, til dæmis ensku (e. Hindu-Arabic numeral system). Uppruni tölutáknanna 1, 2 … 9 er talinn vera í Brahmi-ritmálinu í Indlandi en það má rekja að minnsta kosti til miðrar þriðju aldar f.Kr. Tímabilið er kennt við Ashoka keisara sem ríkti frá 269 f.Kr. til 232 f.Kr. Vitað er að tölutáknin voru þekkt í Sýrlandi á 7. öld. Þau tóku að breiðast út með vaxandi veldi múslíma á 8. öld. Um hundrað árum síðar voru þau þekkt á Spáni. Leonardo Pisano Fibonacci (1170–1250) notaði þau í bók sinni Liber abaci árið 1202 en þau tóku ekki að breiðast út í Evrópu fyrr en prentun bóka á pappír hófst um 1400,“ segir á Vísindavefnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald
Fréttir
Í gær

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Í gær

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna
Fréttir
Í gær

Segir nauðsynlegt að takmarka Airbnb og setja á leigubremsu

Segir nauðsynlegt að takmarka Airbnb og setja á leigubremsu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Prís alltaf verið með lægsta verðið

Prís alltaf verið með lægsta verðið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness