Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, er ólétt af sínu öðru barni og er komin 30 vikur á leið. Á Twitter segir hún að meðganga hennar styrki einungis skoðun hennar að breytingar á lögum um fóstureyðingar séu af hinu góða.
Frumvarp sem heimilar þungunarrof fram að lokum 22. viku, óháð aðstæðum, var samþykkt á föstudaginn. Tíst Kristínar Soffíu hefur vakið talsverða athygli á Twitter þar sem á fimmta hundrað hafa lækað það.
„Ég hefði haldið að það að vera ólétt gerði mig andstæðari breytingum á löggjöf um þungunarrof en þvert á móti gerir það mig hliðhollari þeim. Enginn karlmaður getur sett sig í spor þungaðrar konu. Engin kona mun leika sér að því að rjúfa meðgöngu en allar konur eiga að mega það,“ segir Kristín Soffía.
Ég hefði haldið að það að vera ólétt gerði mig andstæðari breytingum á löggjöf um þungunarrof en þvert á móti gerir það mig hliðhollari þeim. Enginn karlmaður getur sett sig í spor þungaðrar konu. Engin kona mun leika sér að því að rjúfa meðgöngu en allar konur eiga að mega það.
— Kristín Soffía (@KristinSoffia) May 6, 2019