fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Þórir Björnsson er látinn: „Baráttumaður sem hafði hugrekki til þess að vera sá sem hann var“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. maí 2019 10:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórir Björnsson, einn af stofnendum Samtakanna ’78 og elsti félagsmaður þeirra, er látinn. Hann lést þann 27. síðastliðinn og verður hann jarðsunginn nú fyrir hádegi í Dómkirkjunni í Reykjavík. Samtökin ´78 minnast hans á Facebook og segja að hann hafi verið einstakur maður. „Þórir var ákaflega heillandi, hlýr og vandaður maður. Hann tók virkan þátt í félagsstarfi Samtakanna ’78 alla tíð og var ávallt áberandi í gleðigöngu Hinsegin daga. Þórir var vinmargur og hafði unun af því að ferðast. Hann var heiðursfélagi MSC samtakanna í bæði Skotlandi og Englandi,“ segir í færslunni.

Samtökin þakka honum innilega fyrir baráttu hans. „Þórir var einstaklega örlátur á frásagnir frá fyrri tíð og þökk sé honum þekkjum við sögu okkar mun betur en ella. „Við eigum ekki að setja fólk í kassa. Það skiptir ekki máli af hvaða kyni þú heillast, við erum öll manneskjur“, sagði Þórir í viðtali við GayIceland sem tekið var í tilefni af níræðisafmæli hans árið 2016. Þórir heimsótti Samtökin ’78 síðast þegar blásið var til 40 ára afmælisveislu Samtakanna í Iðnó síðastliðið sumar. Þar, eins og svo oft áður, var Þórir hrókur alls fagnaðar og tók fullan þátt í hátíðarhöldunum,“ segir í yfirlýsingu samtakanna.

Þórir sofnaði aldrei á verðinum og segja samtökin hann hafa verið öflugan baráttumann. „Samtökin ’78 senda aðstandendum og vinum Þóris innilegar samúðarkveðjur. Með sorg í hjarta munum við öflugan baráttumann sem hafði hugrekki til þess að vera sá sem hann var, á tímum þar sem slíkt var óhugsandi fyrir marga. Fyrir það og fyrir baráttu hans í áranna rás verðum við ævinlega þakklát. Við munum heiðra minningu Þóris með því að sofna aldrei á verðinum og halda áfram baráttunni fyrir fullum réttindum og sýnileika hinsegin fólks á Íslandi.“

https://www.facebook.com/samtokin78/posts/2349791225078512

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald
Fréttir
Í gær

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Í gær

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna
Fréttir
Í gær

Segir nauðsynlegt að takmarka Airbnb og setja á leigubremsu

Segir nauðsynlegt að takmarka Airbnb og setja á leigubremsu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Prís alltaf verið með lægsta verðið

Prís alltaf verið með lægsta verðið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness