fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Ríkharður búinn að fá nóg: Á biðlista eftir aðgerð í tvö ár – „Ef ég væri hestur væri löngu búið að skjóta mig“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 7. maí 2019 12:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Biðlistar í heilbrigðiskerfinu hafa verið til umræðu í samfélaginu undanfarið og þá einkum biðlistar eftir bæklunaraðgerðum á borð við liðskiptaaðgerðir. Í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í gær vakti Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, athygli á málinu og sagði stöðuna grafalvarlega.

Ríkarður Óskarsson er öryrki á sjötugsaldri og glímir við slitgigt. Hann vann í yfir 30 ár erfiðisvinnu þar sem hann stóð á hörðu steingólfi sem fór ekki vel með liðina á honum. Í dag er hann óvinnufær sökum gigtar og verkja, en telur að ef hann hefði komist strax í liðskiptaaðgerð, þá hefði hann ekki þurft að hverfa af vinnumarkaði.

„Ég hef alltaf talið mig vera við góða heilsu og talið mig vera heppinn með hvað ég hef þurft að taka fáa veikindadaga þegar ég gat verið á vinnumarkaði. Það sem angrar mig mest er þetta óheilbrigða heilbrigðiskerfi hér á landi. Síðan 2013 hef ég þurft að fara í í liðskipti á hægri öxl, sem tók 18 mánaða biðtíma, en á meðan þraukaði ég í vinnu, en gafst loks upp vegna verkja vorið 2018. Þá var ég kominn með slitgigt í hné og ákveðið að það þyrfti að skipta um lið.“

Þegar Ríkarður hafði samband við sjúkrahúsið í síðustu viku til að spyrjast fyrir um stöðuna fékk hann þau svör að hann væri ekki kominn á svonefndan aðgerðarlista.

„Nú er sumarlokun á spítalanum fram undan og hún gat ekki gefið mér nein svör. Og ég spurði eins og bjáni : Heldurðu að þetta verði á þessu ári? En hún gat ekkert svarað mér,“ sagði Ríkarður við blaðamann.

„En ég er búinn að vera á biðlista í 2 ár. Ef ég væri hestur væri löngu búið að skjóta mig.“

Ríkarður og hundurinn Dimma

Í ræðu sinni á þingi í gær sagði Guðmundur Ingi Kristinsson að íslenska heilbrigðiskerfið væri að framleiða öryrkja og búa til lyfjafíkla. Þessu er Ríkarður sammála.

„Ég má bara bryðja mínar Parkódín Forte töflur og halda kjafti þangað til að röðin kemur að mér. Það er ekki skrítið að við séum efst á blaði í áti á gleði- og svefnpillum, kerfið er hannað til þess að framleiða öryrkja.“

Guðmundur Ingi, þingmaður, greindi frá því í gær að um 90 prósent líkur séu á því að einstaklingar sem þurfa a vera á biðlista í níu mánuði komist aldrei aftur á vinnumarkaðinn. Ekki nóg með það heldur þurfa einstaklingar sem bíða eftir liðskiptaaðgerðum oft verkjastillingu sem skapar hættu á fíkn. Á meðan einstaklingarnir biða eru þeir því að verða óvinnufærir til frambúðar samhliða því að ánetjast verkjalyfjum. Svo virðist sem að upplýsingaflæði til þeirra sem bíða sé verulega ábótavant þar sem fólk hefur engan fyrirframgefinn tímaramma um hvenær þeir fái bót sinna mála.

„Í fréttum í síðastliðnum mánuði kemur fram að 1.000 manns eru enn á biðlista eftir bæklunaraðgerðum. Þegar fólk hefur verið á biðlista eftir bæklunaraðgerðum í þrjá mánuði á það að hringja viðvörunarbjöllum. Þegar fólk hefur verið á biðlista í sex mánuði eru hlutirnir farnir að vera slæmir,“ sagði Guðmundur á Alþingi.

Síðan eru listarnir tveir. Biðlistinn og svo aðgerðarlistinn. Ríkarður er ekki enn kominn á þann síðarnefnda eftir tveggja ára bið, og fær engin svör um hversu löng biðin er hér eftir. Á meðan haltrar hann og bryður verkjatöflur til að lina þjáningar sínar. „Ég er hræddur um að ég verði fíkill og þurfi að fara í meðferð eftir aðgerðina,“ sagði Ríkarður  við blaðamann. Hann hefur þurft að taka  Parkódín Forte síðan árið 2015.

Slitgigt hefur það í för með sér að brjóskið í liðunum þynnist og eyðist að lokum alveg. Ríkarður segir að staðan sé „ömurleg.“

„Brjóskið eyðist og beinin nuddast saman þegar beinið eyðist. Það er engin sjúkraþjálfun sem lagar það. Þetta er bara bein í bein. Ég haltra bara og farinn að labba svo skakkt að ég er orðinn hræddur um að mjaðmirnar séu orðnar lélegar út af því líka. Þetta skemmir út frá sér. Mér finnst þetta bara svo leiðinlegt. Maður er bara dæmdur öryrki og keyrður út af vinnumarkaðnum. „Bíddu bara eftir aðgerð,“  segja þeir. Ég var aldrei veikur í vinnunni og svo kemur þetta upp. Þetta fer líka í skapið á manni. Ég synti á hverjum degi og hjólaði. Nú er það alveg úr sögunni. Þetta er ömurlegt.“

„Hvað kemur næst? Ég er víst orðinn of gamall til þess að það séu einhver not fyrir mann í þjóðfélaginu að það borgi sig fyrir ríkið að flikka upp á mann. Gleðilegt sumar.“

Ríkarður telur að hefði hann strax komist í aðgerð þá hefði hann ekki þurft að hverfa frá vinnumarkaði, enda er staðan óboðleg að þurfa að bíða svona lengi.

„Ef ég ætti 1,5 milljón væri ég farinn í Klíníkina. “

 

Sjá einnig: 

Guðmundur Ingi: „Skelfilegt þegar maður er kominn í 20 töflur á dag“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald
Fréttir
Í gær

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Í gær

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna
Fréttir
Í gær

Segir nauðsynlegt að takmarka Airbnb og setja á leigubremsu

Segir nauðsynlegt að takmarka Airbnb og setja á leigubremsu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Prís alltaf verið með lægsta verðið

Prís alltaf verið með lægsta verðið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness