fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Fréttir

Skelfilegt atvik í Reykjanesbæ – Hundur beit 9 ára barn í magann

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 6. maí 2019 18:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum lýsir eftir svörtum og hvítum hundi sem réðst á 9 ára stúlku í dag, beit hana í magann og klóraði í andlitið. Meðfylgjandi mynd er af áverkum barnsins. Atvikið varð eftir klukkan fimm við Heiðarskóla í Reykjanesbæ. Hundurinn var ekki í bandi en eigandi hans var með í för. Lögreglan leitar eftir upplýsingum frá almenningi og lýsir atvikinu svo:

Rétt í þessu vorum við að taka á móti 9 ára stúlku sem hafði verið bitin illa af hundi í magann og klóruð í andlitið. Þetta gerðist fyrir stuttu síðan við Heiðarskóla í Reykjanesbæ. Stúlkan er mjög skelkuð og erum við að leita að eiganda þessa hunds. En eigandinn er að öllum líkindum búsett í Heiðarskólahverfinu og var hún á gangi þarna með barnavagn og var lítð barn með henni. Að sögn stúlkunnar þá var hundurinn ekki í bandi og er hún nálgaðist hundinn þá beit hann hana, hundinum er líst sem svörtum og hvítum. Við hvetjum eiganda hundsins til að gefa sig fram við okkur hér á Facebook eða með símtali við 1-1-2. Einnig þætti okkur vænt um að heyra í einhverjum vitnum af þessu atviki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gömul ummæli Jóns Péturs um einkunnakerfi rifjuð upp – Var ekki hrifinn af tölunum og fagnaði nýju kerfi

Gömul ummæli Jóns Péturs um einkunnakerfi rifjuð upp – Var ekki hrifinn af tölunum og fagnaði nýju kerfi
Fréttir
Í gær

Kolla sendir pillu: „Vonandi verður aldrei svo illa komið fyrir íslensku þjóðinni að hún komi Miðflokknum til valda“

Kolla sendir pillu: „Vonandi verður aldrei svo illa komið fyrir íslensku þjóðinni að hún komi Miðflokknum til valda“