Nú síðdegis brutust út slagsmál fyrir utan Landsbankann í Borgartúni. Fréttablaðið greinir frá þessu.
Lögregla er sögð hafa mætt á svæðið eftir að slagsmálinu brutust út en að sögn viðmælenda voru „ótrúlega margir“ lögreglumenn á vettvangi.
Samkvæmt vitnum tengist málið þó ekki bankanum heldur ósætti í umferðinni. Tveir bílar voru stöðvaðir og ræddu lögreglumenn við fólk í bílunum að sögn vitna.