fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Nýjar vendingar í stóra IKEA-mottumálinu: „Sárt í hjartað á föstudegi“ 

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 3. maí 2019 16:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmennirnir Logi Pedro og Joey Christ ætluðu að freista þess að ná í eintak af hinum eftirsóknarverðu OffWhite gólfmottum í IKEA í gær. Þeir voru númer þrjú í röðinni. Þeir ákváðu þó að snúa frá þegar þeim varð ljóst að aðeins eins slík motta stæði viðskiptavinum til boða eftir að verslun IKEA á Íslandi opnaði í gær.

 „Ég mætti þarna með Joey og við vorum þriðju í röðinni að kaupa þetta blessaða Off White teppi. Fórum þegar að kom í ljós að það fór bara eitt teppi í sölu.“

Logi greindi frá þessu á Twitter. Þar henti hann gaman að grafalvarlegri umfjöllun dagsins um stóra teppamálið. Offwhite motturnar eru gríðarlega eftirsóknarverðar og koma í ákaflega takmörkuðu upplagi. Aðeins sex slík eintök komu til Íslands. Í gær þurftu viðskiptavinir að hverfa frá tómhentir þrátt fyrir að hafa stillt sér upp í röð fyrir utan verslunina áður en hún opnaði og var það sökum þess að starfsmenn IKEA höfðu þá þegar tryggt sér mottur.

Einn viðskiptavinur gerði grein fyrir raunum sínum á Instagram síðu IKEA og hlaut farsæl málalok þegar tveir starfsmenn IKEA skiluðu mottum. Hann og sá næsti fyrir aftan hann í röðinni fengu báðir Off White mottu afhenta í dag.

Mögulega var það vegna þess að Logi og Joey hurfu frá þegar þeir gerðu sér grein fyrir takmörkuðu úrvalinu, sem að þeir fengu ekki mottu, því eins og áður hefur verið greint frá þá fengu viðskiptavinir númer 2 og 3 í röðinni bót meina sinna fyrr í dag.

Logi slær þó á létta strengi í færslu sinni  „Haha shit þetta IKEA teppamál er að drepa mig.“ Þó virðist honum stinga aðeins að sitja eftir mottulaus, enda geta mottur virkilega komið heildarsvip á heimilið.

 „Sárt í hjartað á föstudegi“ 

Sjá einnig: 

Gífurleg vonbrigði í IKEA

Stóra mottumálið í IKEA endaði vel

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu
Fréttir
Í gær

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna
Fréttir
Í gær

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann
Fréttir
Í gær

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”
Fréttir
Í gær

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð
Fréttir
Í gær

Prís alltaf verið með lægsta verðið

Prís alltaf verið með lægsta verðið