fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Valur fær þyngri dóm fyrir morðið að Gýgjarhóli II

Ritstjórn DV
Föstudaginn 3. maí 2019 14:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur dæmt Val Lýðsson, bónda að Gýgjarhóli II, í fjórtán ára fangelsi. Það er talsvert þyngri dómur en hann hlaut í héraðsdómi, þar sem hann var dæmdur í sjö ára fangelsi. RÚV greinir frá þessu.

Valur var dæmdur fyrir að bana bróður sínum, Ragnari Lýðssyni, á bænum Gýgjarhóli II fyrir um ári síðan. Samkvæmt ákæru sló Ragnar ítrekuðum hnefahöggum í höfuð og líkama. Í héraði var Valur dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem leiddi til láts Ragnars. Valur var kærður fyrir manndráp af ásetning en það þótti ekki sannað og fangelsisrefsing ákveðin 7 ár.

Ragnar fannst látinn að Gýgjarhóli II að morgni laugardagsins 31. mars árið 2018. Þeir bræður höfðu þá kvöldið áður setið að sumbli, ásamt Erni þriðja bróðurnum.

Ingi Rafn Ragnarsson, sonur Ragnars, hefur deilt frá sög sinni af morði föður síns, af morðingjanum Vali Lýðssyni, dómsmálinu og því áreiti sem hann og systkini hans hafa orðið fyrir vegna málsins.

Hér má lesa grein Inga Rafns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu
Fréttir
Í gær

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna
Fréttir
Í gær

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann
Fréttir
Í gær

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”
Fréttir
Í gær

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð
Fréttir
Í gær

Prís alltaf verið með lægsta verðið

Prís alltaf verið með lægsta verðið