fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Árás á aðfangadag: Tveir karlmenn fæddir 1972 dæmdir fyrir heimilisofbeldi

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 3. maí 2019 16:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir dómar féllu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir ofbeldi í nánu sambandi. Karlmaður á fimmtugsaldri var sakfelldur fyrir brot í nánu sambandi eftir að hafa veist að þáverandi sambýliskonu sinni í Breiðholti í janúar 2018, og svo aftur sama dag á heimili þeirra.

Greip hann hana kverkataki, ýtti henni upp við veggn, hrinti henni og sló hana. Af aðförinni hlaut konan mar á andlit, háls, brjóstkassa, öxl, upphandlegg, framhandlegg, hægri úlnlið, framanvert vinstra læri og báða kálfa.  Ákærði mætti ekki fyrir dóm, en þar sem hann hafði verið varaður við að fjarvist gæti leitt til þess að málið yrði dómtekið án hans málsvarnar, var hann dæmdur til þriggja mánaðar skilorðsbundinnar refsingar.

Ákærði er fæddur í apríl 1972. Hann hefur ekki áðru gerst sekur um refsiverða háttsemi svo kunnugt sé. Með hliðsjón af broti ákærða og sakaferli er refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í 3 mánuði sem bundið verður skilorði með þeim hætti er í dómsorði greinir.

Ofbeldi á aðfangadag

Hinn dómurinn varðaði aðför karlmanns á fimmtugsaldri gegn þáverandi sambúðarkonu sinni og dóttur hennar að aðfangadag 2017.  Þar réðst hann að sambýliskonu sinni, kýldi, reif í hár hennar og sparkaði í hana. Hlaut hún við þetta tannbrot í framtönnum, skurð á gagnauga, mar, bólgu og þreifieymsl víðsvegar um líkamann. Einnig réðst hann gegn dóttur hennar.

kýlt hana ítrekað með krepptum hnefa í andlitið og sparkað í andlit hennar, allt með þeim afleiðingum að hún hlaut eymsli mar og bólgu yfir kunnbeini og gagnaugasvæði vinstra megin“

Ákærði játaði brot sitt afdráttarlaust og var dæmdur í 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi.

Ákærði er fæddur í janúar 1972. Sakaferill hans hefur ekki áhrif á ákvörðun refsingar. Með hliðsjón af þeim brotum sem hann hefur verið sakfelldur fyrir er refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 6 mánuði, sem í ljósi sakaferils hans þykir unnt að skilorðsbinda með þeim hætti er í dómsorði greinir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu
Fréttir
Í gær

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna
Fréttir
Í gær

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann
Fréttir
Í gær

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”
Fréttir
Í gær

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð
Fréttir
Í gær

Prís alltaf verið með lægsta verðið

Prís alltaf verið með lægsta verðið