fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Geir Jón hættur í Sjálfstæðisflokknum: „Kristilegt uppeldi mitt segir að ekki skal treysta þeim“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 3. maí 2019 10:28

Geir Jón Þórisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn og varaþingmaður, segist hafa skilið við Sjálfstæðisflokkinn. Ástæðan er líkt og hjá mörgum þessa dagana, þriðji orkupakkanum. „Ég hélt, í afar stuttan tíma, að hægt væri að treysta á Bjarna. Nei það er algjörlega fokið út í veður og vind,“ segir Geir Jón á Facebook en Viljinn kom auga á ummælin.

Geir Jón segir þetta vegna frétta um að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telji ekkert valdaframsal eiga sér stað til Evrópusambandsins með innleiðingu þriðja orkupakkans. Össur Skarphéðinsson skrifar athugasemd við orð Geirs Jóns og segir: „Hér áminni ég minn góða og kirkjurækna frænda um að sýna öllum hlýtt kristilegt þel og velvilja. Við ræflarnir getum ekki gert að því hvernig við erum að innan.“

Þessu svarar Geir Jón og skýrir nánar afstöðu sína. „Ég lagði allt mitt trúss á Sjálfstæðisflokkinn í 50 ár en nú er sá tími liðinn. Kristilegt uppeldi mitt segir að ekki skal treysta þeim sem fara með falspár og því hefur mér ekki þóknast að fylgja þeim sem fara á svig við hið heilnæma orð. “ Latið ekki leggja á yður aftur ánauðar ok. “Nú eru menn að fara út á hálan ís og það getum við ekki samþykkt kæri frændi. Við erum með samþykkt orkupakka3 að ganga fram fyrir skjöldu sem mun koma í bakið á okkur og þá verður aftur erfitt fyrir okkur að snúa til baka. Þetta er sannfæring mín og enginn fær henni breytt kæri frændi og vinur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu
Fréttir
Í gær

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna
Fréttir
Í gær

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann
Fréttir
Í gær

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”
Fréttir
Í gær

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð
Fréttir
Í gær

Prís alltaf verið með lægsta verðið

Prís alltaf verið með lægsta verðið