fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fréttir

Gífurleg vonbrigði í IKEA: Starfsmenn keyptu gólfmottur sem komu í takmörkuðu upplagi – „Ömurleg vinnubrögð hjá ykkur“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 3. maí 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir aðdáendur húsgagnarisans IKEA á Íslandi biðu með eftirvæntingu eftir gærdeginum. Þá komu nokkrar gólfmottur til landsins sem eru hluti af IKEA Art Event. Motturnar eru allar ólíkar og hannaðar af heimsþekktum hönnuðum.

Þeirra á meðan Virgil Aboh, listrænn stjórnandi hjá tískuhúsinu Louis Vuitton og maðurinn á bak við eitt heitasta tískumerki heims um þessar mundir, Off-White. Motturnar komu í takmörkuðu upplagi og því brá vongóðum viðskiptavini töluvert í brún þegar hann mætti korteri fyrir opnun, var annar í röðinni, en sá að motturnar voru nánast uppseldar.

Margir biðu með eftirvæntingu eftir mottunum.

„Hvað er í gangi IKEA? Mætti korter fyrir opnun og bara 1 stykki eftir af 3 týpum af mottum… Strákur sem mætti á undan mér sá IKEA starfsmann taka off white mottu og kaupa hana fyrir sig sjálfa….6 off white mottur komu til Íslands og bara 1 eftir fyrir viðskiptavini,“ skrifaði skúffaður viðskiptavinurinn á Instagram-síðu IKEA.

IKEA svaraði kvörtuninni með því að starfsmenn hafi ekki farið að tilmælum. „Það eina sem við getum gert í stöðunni er að læra af mistökunum svo þetta gerist ekki aftur. Við biðjumst innilegrar afsökunar á þessu.“

Vonsvikni viðskiptavinurinn var þó ekki ánægður með þetta svar, enda vonaðist hann enn eftir tækifæri til að fá að kaupa Off White mottu eftir Virgil Aboh:

„Það eina sem þið ættuð að gera er að láta starfsmennina skila þeim og gera þeim sem mættu möguleika á að kaupa þær. Ég er til dæmis búinn að bíða spenntur eftir þessu síðan þetta samstarf var tilkynnt og það var mjög sárt að vera númer 2 í röðinni í dag og labba tómhentur út vegna óheiðarleika hjá ykkur? Munið þið ekki reyna að gera tilraun tvö?“

En þessi viðleitni viðskiptavinarins var þó til lítils þar sem IKEA telja sig ekki hafa heimild til að fara fram á að starfsmenn skili mottunum sem þeir keyptu sjálfir:

„Það er því miður ekki hægt að láta starfsmenn skila mottunum en við erum sannarlega reynslunni ríkari. Við munum reyna að fá fleiri svona mottur en vonin er ansi lítil. En í nóvember kemur línan MARKERAD eftir sama hönnuð og þá verður þetta gert með öðrum hætti.“

Ljóst var þá frá svörum IKEA að ekkert yrði aðhafst frekar í málinu. Það fannst viðskiptavini, sem hafði beðið spenntur í um hálft ár eftir mottunni, með öllu óásættanlegt.

„Miðað við æðislegu fríðindin sem þið eruð fræg fyrir að bjóða staffinu ykkar ætti ekki að vera hundrað í hættunni að fá þessar mottur til baka. Þetta eru ömurleg vinnubrögð hjá ykkur og skemmduð daginn fyrir mörgum sem voru spenntir að koma og fá mottu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Velta upp hvort nýir hluthafar þurfi að vera jarðfræðingar – „Áður en jarðhræringarnar urðu þá var Bláa lónið í rauninni peningamaskína“

Velta upp hvort nýir hluthafar þurfi að vera jarðfræðingar – „Áður en jarðhræringarnar urðu þá var Bláa lónið í rauninni peningamaskína“
Fréttir
Í gær

„Fólki hrein­lega blöskr­ar“ – María Rut segir að þessi vinnubrögð á Alþingi mættu missa sín

„Fólki hrein­lega blöskr­ar“ – María Rut segir að þessi vinnubrögð á Alþingi mættu missa sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einn handtekinn í miðbænum eftir að sérsveitin var kölluð út

Einn handtekinn í miðbænum eftir að sérsveitin var kölluð út