fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

„Pawel og Nichole eru dæmi um andlega fátækt og ofsa í illvilja íhaldsins.“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 20. mars 2017 17:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Helztu skrafskjóður stjórnarflokkanna reyna að verja ríkisstjórnina gegn svipu Mikaels Torfasonar rithöfundar. Hann segir, að við eigum að skammast okkar fyrir meðferðina á fátækum.“

Þetta segir Jónas Kristjánsson fyrrverandi ritstjóri í pistli á bloggi sínu. Viðtal Egils Helgasonar við Mikael Torfason heldur áfram að vekja athygli. Mikael hirti ríkisstjórnina og uppnefndi hana ríkisstjórn atvinnulífsins og hún væri sú versta sem íslensk þjóð hefði kosið yfir sig. „Þegar við leggjumst á koddann í kvöld þá eigum við að skammast okkar,“ bætti Mikael við.

Kvennablaðið greinir frá því að Pawel Bartoszek hafi brugðist við með nokkurri kaldhæðni:

„Þegar við leggjumst á koddann í kvöld þá skulum við muna það að munaðarleysingjahæli í Kína eru full af stúlkubörnum og dauðasveitir stjórnvalda drepa fíkla í Filippseyjum vegna þess að vel meinandi fólki tókst að sannfæra heimsbyggðina að fólksfjölgun og dóp væru ógnir af þeirri stærðargráðu að engin vettlingatök myndu duga.“

Nichole Leigh Mosty, þingkona Bjartrar framtíðar tjáir sig einnig á Facebook-vegg Pawels og segir:

„Ég vann með fjölskyldu sem hann var að lýsa í Fellahverfi í 9 ár… og já ég held að hægt er að segja að minnst kosti í gær sáum við rithöfundur segja hluti einhliða.“

Pawel tjáir sig á Stundinni og fullyrðir að athugasemd sín hafi í raun ekkert haft með fátækt á Íslandi að gera

Ég sagði nákvæmlega ekki neitt um Mikael Torfason. Ekki neitt. Annað en að ég notaði hluta orðalagi hans til að hefja umræðu um aðra hluti sem ég held að sé nauðsynlegt sé að fólk á Vestrulöndum horfist stundum í augu við. Hefur ekkert með fátækt á Íslandi að gera og umræðu um hana. Núll.

Jónas segir viðbrögð stjórnarliðanna vera vörn fyrir ríkisstjórnina. Jónas segir:

„Pawel Bartoszek er á gamalkunnu íhalds Moskvubakka-plani. Samkvæmt honum er ástandið verra í Kína en hér og því sé það í lagi hér. Nichole Leigh Mosty skrifar torskilinn texta um, að vandinn felist í skorti á samstarfi í nefndum ríkis og bæja. Hver, sem meining hennar er, þá er hún röng,“ segir Jónas og bætir við að lokum:

„Vandamál fátækra á Íslandi er, að ríkisstjórnin hefur ekki staðið við óumdeildar skyldur sínar. Pawel og Nichole eru dæmi um andlega fátækt og ofsa í illvilja íhaldsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum