Rétt fyrir sex var óskað eftir aðstoð björgunarsveita í Esjunni. Ung stúlka hafði hrasað á gönguleiðinni og slasast á fæti, hún getur ekki gengið að sjálfsdáðum. Björgunarsveitafólk ásamt sjúkrafluttningamönnum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins fóru á sexhjólum upp hlíðar Esjunnar til aðstoðar við stúlkuna.
Nú rétt í þessu, rúmum hálftíma eftir að óskað var eftir aðstoð, eru fyrstu viðbragðsaðilar komnir á vettvang ofarlega í hlíðum fjallsins undir Þverfellshorni. Fyrstu upplýsingar bentu þó til þess að vettvangurinn væri neðarlega í fjallinu.
Sjúkraflutningamenn hlúa að henni og búa hana undir fluttning niður fjallið.
Þetta kemur fram í fréttaskeyti frá Landsbjörg sem barst fjölmiðlum frétt fyrir klukkan hálfsjö.