fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Móðir sendi dóttur sína í dagvistun – Fékk áfall á fimmta degi þegar hún sá förin á líkama hennar

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 1. maí 2019 15:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það þarf að vanda valið þegar kemur að því að velja dagvistun eða leikskóla. Kona ein fékk áfall ekki alls fyrir löngu eftir að hafa sótt dóttur sína í dagvistun sem hún var nýbyrjuð í.

Konan sem um ræðir heitir Alice Bryant en innan við vika var liðin síðan fimmtán mánaða dóttir hennar byrjaði í umræddri dagvistun hjá Sunrise Preschools í Arizona í Bandaríkjunum. Þegar litla stúlkan kom heim á fimmta degi var hún þakin förum á líkamanum. Í fyrstu velti Alice því fyrir sér hvort um bitför var að ræða en hún átti erfitt með að trúa því. Síðar kom í ljós að þetta voru sannarlega bitför, að lágmarki 25 talsins.

Alice birti myndir af förunum á dóttur sinni á Facebook og eins og þær bera með sér stórsá á líkama stúlkunnar. Alice hafði samband við lögreglu og yfirvöld í Arizona sem hafa eftirlit með leikskólum og dagvistunum barna og tilkynnti málið sem átti sér stað í febrúar síðastliðnum. Um þremur mánuðum síðar hefur lítið sem ekkert gerst í málinu og hefur Alice fengið afar fá svör um gang mála; hvort umrædd stofnun hafi fengið viðvörun eða hvort fleiri börn hafi lent í svipuðu atviki.

Eins og gefur að skilja varaði Alice við umræddri dagvistun, en starfsfólk þar virðist ekki hafa haft mikið fyrir því að hafa augu með börnunum í umrætt sinn; það tekur jú talsverðan tíma að fá áverka sem þessa og ætla má að stúlkan hafi upplifað talsverðan sársauka með tilheyrandi hrópum. „Það hljóta að hafa liðið nokkuð margar mínútur þar sem þau voru ein,“ segir hún.

Alice er þó einna mest ósátt við gang rannsóknar málsins enda hefur hún ekki fengið neinar upplýsingar um það hvort og þá hvernig hafi verið brugðist við vegna málsins.

Frétt uppfærð:
Í upprunalegu útgáfu þessarar fréttar kom fram að stúlkan hefði verið í vistun hjá dagforeldri. Það er ekki rétt því hún var í dagvistun hjá fyrirtæki sem heitir Sunrise Preschools. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við það.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann