fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Ragnar Þór skýtur föstum skotum í ávarpi sínu: „Organdi eins og smábörn um meint yfirvofandi endalok fyrirtækja“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 1. maí 2019 12:56

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég spjallaði við nokkra félaga mína og kollega á Norðurlöndunum vegna verkfallsaðgerða rúmlega 1400 flugmanna SAS í Noregi, Svíþjóð og Danmörku,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í pistli á vef félagsins í tilefni af 1. maí.

Þar talar Ragnar Þór um verkalýðsbaráttuna og ber saman umræðuna um verkfallsaðgerðir hér á landi við umræðuna í kringum verkföll í nágrannalöndunum okkar. Segist hann hafa rætt við kollega sína á Norðurlöndunum um þetta.

„Ég var aðallega að spyrjast fyrir um orðræðuna í kringum verkfallsaðgerðirnar. Hvort ferðaþjónustufyrirtækin ásamt leiðarahöfundum stærstu miðla og öðrum talsmönnum sérhagsmuna séu að tapa sér eða séu organdi eins og smábörn um meint yfirvofandi endalok fyrirtækja í ferðaþjónustu, eða fyrirtækja almennt, lækkandi hagvexti, falli gjaldmiðla, verðbólgu, hækkandi vöxtum, fjölda uppsögnum, sturluðum kröfum eða óbætanlegu orðspori,“ segir Ragnar og bætir við að svo er víst ekki.

„Þess vegna megum við ekki trúa lyginni og svívirðilegum áróðri fámennra en valdamikilla hagsmunaafla í okkar samfélagi. Niðurstaðan var ásættanleg en við erum rétt að byrja.“

Pistil Ragnars má lesa í heild sinni hér að neðan:

Í dag á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí, fagnar launafólk um heim allan þeim mikla árangri sem verkalýðshreyfingin hefur náð en minnist þess þó í leiðinni að baráttan heldur áfram því verkalýðsbaráttan er þess eðlis að hún tekur ekki enda þótt hún eigi sér endamark. Við krefjumst þess að viðurkennt sé að allt launafólk eigi rétt á mannsæmandi vinnu og mannsæmandi lífi. Þangað stefnum við með vinnu okkar og baráttu og eitt mikilvægasta tæki okkar eru lögvarin réttindi okkar um gerð kjarasamninga.

Nýsamþykktir kjarasamningar voru gríðarlega flóknir og umfangsmiklir. Samningarnir eru samspil margra ólíkra þátta sem samanlagt segja til um hver lífskjör okkar verða í samhengi við greidd laun og kostnað við að lifa. Þeir þættir sem við lögðum helst áherslu á var að tryggja kaupmáttaraukningu á báðum endum. Lækka kostnað og hækka laun. Þetta gerum við meðal annars með stórátaki í húsnæðismálum, skattkerfisbreytingum, lækkun vaxta, leiguvernd og aðgerðum gegn verðtryggingu neytendalána, ásamt öðrum margþættum aðgerðum sem stuðla að auknum félagslegum stöðugleika og jöfnuði.

En þetta gerist ekki af sjálfu sér, svo mikið er víst. Reynslan hefur kennt okkur að það þýðir lítið að bíða með hendur í skauti eftir að einhver komi færandi hendi með krónur til launafólks. Það mun ekki gerast frekar en fyrri daginn. Ef einhver heldur að nú sé vinnan búinn og verkalýðsforingjar, stjórnir og starfsfólk geti hallað sér aftur í sófanum og sett tærnar upp í loft næstu þrjú árin þá er það mikill misskilningur. Nú hefst hin eiginlega vinna. Vinna við að fylgja eftir þeim fjölmörgu málum sem samið var um til að bæta hér lífskjör til skemmri og lengri tíma. Vinna þar sem ekkert verður gefið eftir og þar sem vanefndum verður svarað af fullri hörku. Þar sem fyrirtækjum sem hunsa vegferð okkar með verðhækkunum verða sniðgengin. Þar sem þeim sem koma með okkur verður hrósað. Verkefnið er af ógnvænlegri stærðargráðu og eru nýgerðir kjarasamningar aðeins rétt byrjunin í þessari vegferð. Samningarnir eru allt í senn málamiðlun, vopnahlé og viðunandi niðurstaða miðað við aðstæður. Baráttunni lýkur aldrei. Þátttaka félagsmanna og stéttarvitund eru og verða lykillinn af árangri okkar til framtíðar. Uppgjöf okkar er sigur þeirra sem fá ríkulega borgað fyrir að segja okkur að bætt lífskjör og aukinn jöfnuður séu skaðleg hagkerfinu sem er sniðið utan um þröngan hóp forréttindastétta.

Ég spjallaði við nokkra félaga mína og kollega á Norðurlöndunum vegna verkfallsaðgerða rúmlega 1400 flugmanna SAS í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Ég var aðallega að spyrjast fyrir um orðræðuna í kringum verkfallsaðgerðirnar. Hvort ferðaþjónustufyrirtækin ásamt leiðarahöfundum stærstu miðla og öðrum talsmönnum sérhagsmuna séu að tapa sér eða séu organdi eins og smábörn um meint yfirvofandi endalok fyrirtækja í ferðaþjónustu, eða fyrirtækja almennt, lækkandi hagvexti, falli gjaldmiðla, verðbólgu, hækkandi vöxtum, fjölda uppsögnum, sturluðum kröfum eða óbætanlegu orðspori. 
Svo er víst ekki.

Þess vegna megum við ekki trúa lyginni og svívirðilegum áróðri fámennra en valdamikilla hagsmunaafla í okkar samfélagi. Niðurstaðan var ásættanleg en við erum rétt að byrja.

Ég hvet alla félagsmenn VR til þess að fjölmenna í kröfugöngur og taka þátt í hátíðarhöldum í tilefni dagsins. Hér má sjá dagskrá á félagssvæðum VR.

Til hamingju með daginn kæru félagar, baráttan heldur áfram!

Ragnar Þór Ingólfsson,
formaður VR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“
Fréttir
Í gær

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“