fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Lóa sendir neyðarkall vegna dóttur sinnar: Hún vill sjaldnast vakna, er alltaf hrædd og fer sjaldnast í skólann – „Í október 2015 breyttist allt“

„Á einni svipstundu var eins og ljósið í augunum hennar slokknaði“

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 22. mars 2017 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í október 2015 breyttist allt,“ segir Lóa Baldvinsdóttir Andersen leikskólakennari og móðir þrettán ára stúlku í Vestmannaeyjum.

Dóttir Lóu glímir við andleg veikindi sem gera það að verkum að hún vill ekki fara út úr húsi. Pressan fjallaði ítarlega um þetta í gær en áður hafði Lóa skrifað opið bréf til þingmanna sem birtist á Eyjar.net.

Orðin þreytt

Ástæða þess að hún skrifaði bréfið er sú að hún er orðin þreytt á því að barnið hennar eigi hvergi heima í kerfinu.

„Þreytt á því að úrræðaleysið er algert. Þreytt á því að borga 15.000 fyrir hvern sálfræðitíma. Þreytt á því að þurfa að fljúga með ferðakvíðna og hrædda barnið mitt einu sinni í mánuði til Reykjavíkur til að reyna að fá lækningu. Þreytt á því að heilbrigðisþjónusta sé svona dýr. Þreytt á því að geta ekki gengið til geðlæknis með barnið mitt í minni heimabyggð. Þreytt á því að besta úrræðið sem barnið mitt fær er að gefa henni lyf,“ segir hún.

DV
Mynd úr safni DV

Allir dagar barátta

Í umfjöllun Pressunnar kom fram að allir dagar væru barátta. „Hún vill sjaldnast vakna á morgnana, hún er föst í svokölluðu ,,panic-mode“ sem þýðir að hún er alltaf hrædd. Hún fer sjaldnast í skólann, fer aldrei á fótboltaæfingar, sem hún elskaði áður en hún veiktist. Hún fer örsjaldan að hitta vini sína, flesta daga er hún heima að telja í sig kjark að vera til. Hún hefur ekki hitt bræður sína síðan í desember því hún getur ekki farið frá mér í meira en hálfan dag án þess að fyllast örvæntingu og hræðslu, þetta er bara ekki sanngjarnt gagnvart þessum yndislegu systkinum, pabba hennar og fósturmóður.“

„Á einni svipstundu var eins og ljósið í augunum hennar slokknaði.“

Alltaf brosandi sem barn

Dóttir Lóu er fædd árið 2003 og var hún glaðlynt barn sem var alltaf brosandi og elskaði að vera til. Hún var vinamörg en árið 2009 breyttust hagir fjölskyldunnar. Lóa skildi við eiginmann sinn og ég hélt heim til Vestmannaeyja með dóttur sína. Þar fór hún í skóla og blómstraði líkt og hún gerði á leikskólanum, í fyrsta foreldraviðtalinu sagði kennarinn hennar:

„Þetta er einstaklega skemmtileg og glöð stelpa, góð við alla og trúðu mér hún verður komin í unglingaráð 13 ára og mun útskrifast úrgrunnskóla með fullt af viðurkenningum fyrir félagsstörf.“

Leitar enn að leiðinni úr myrkrinu

Skilnaðurinn tók sinn toll en með dyggri aðstoð fór það vel. Að sögn Lóu breyttist síðan allt í október 2015.

„Sólskinsbarnið mitt hvarf inní myrkrið og er enn að leita að leiðinni út. Á einni svipstundu var eins og ljósið í augunum hennar slokknaði, hún var hrædd við allt, vildi ekki fara út, vildi ekki vera innan um fólk,“ segir hún. Tveimur mánuðum síðar fóru Lóa og móðir hennar með hana öskrandi og skjálfandi í Herjólf til að fá hjálp fyrir hana hjá barnalækni í Reykjavík:

„Eftir að ég fór að gráta inni hjá lækninum og grátbiðja um aðstoð er Sólskinbarninu mínu troðið að hjá barnageðlækni og höfum við hitt hana mánaðarlega síðan í janúar 2016 eða í bráðum 15 mánuði. Emma Rakel mín var greind með kvíða og þunglyndi og enn í dag vitum við ekki hvað kveikti það.“

„Hún átti að fermast 9. apríl næstkomandi en það verður ekki.“

Fá góða aðstoð í skólanum

Síðan þá eru liðnir átján mánuðir, að sögn Lóu. Hún bætir við að ekki sé vitað hvernig dóttir hennar veiktist, hún hafi prófað sex tegundir lyfja og hitt bæði geðlækni og sálfræðing einu sinni í mánuði í Reykjavík. Í frétt Pressunnar kom fram að Lóa væri búin að tilkynna sjálfa sig til Barnaverndarnefndar vegna þess að dóttir hennar mætir lítið í skólann. Í skólanum og hjá Barnaverndarnefnd fái þær frábæra aðstoð og segir Lóa að starfsfólk Grunnskólans í Vestmannaeyjum sé búið að standa eins og klettar við bakið á þeim, en líkt og áður segir eru allir dagar barátta fyrir þær mæðgur:

„Hún átti að fermast 9. apríl næstkomandi en það verður ekki. Unga fallega Sólskinsbarnið mitt getur ekki hugsað sér að vera innan um allt þetta fólk, getur ekki hugsað sér að vera miðpunktur athyglinnar og hafið í huga að þetta er barn sem elskaði að koma fram og ætlar sér að verða leikkona og söngkona……þegar henni batnar. En nei hún fær ekki fermingardaginn sinn, hún þarf að bíða þar til léttir til.“

Mun hitta þingmann á næstunni

Í samtali við Pressuna í gær sagði Lóa að bréf hennar hafi fengið góðar undirtektir og hún muni til dæmis hitta þingmann á næstunni til að ræða málið. Hún ber þá von í brjósti að dóttur hennar muni batna og fundurinn með umræddum þingmanni skili árangri.

„Það er sárt að horfa upp á barnið sitt hverfa inn í myrkrið og geta ekkert að gert nema halda í hendina hennar, hugga hana og reyna að sannfæra hana um að þetta verði ekki alltaf svona. Einhvern daginn finni hún gleðina sína aftur, einhvern daginn komi neistinn í augun hennar , einn daginn vakni hún og segi „Í dag langar mig að lifa“ ekki „Ég get ekki meira mamma og vil ekki vera til.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd