fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Fréttir

Flugfargjöld hækkuðu um 20 prósent eftir fall WOW

Ritstjórn DV
Mánudaginn 29. apríl 2019 12:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verðbólgan hækkaði lítillega í aprílmánuði, eða um 0,37 prósent en án húsnæðis hækkaði hún um 0,48 prósent. Í frétt á vef Hagstofunnar kemur fram að gjaldþrot WOW air hafi nokkur áhrif.

„Verð á flugfargjöldum til útlanda hækkaði um 20,6% frá fyrri mánuði (áhrif á vísitölu 0,29%). Gjaldþrot fyrirtækis í farþegaflugi til og frá Íslandi um síðustu mánaðarmót hafði áhrif á niðurstöðu mælingar á vísitölu neysluverðs nú. Auk þess er algengt er að sjá hærri flugfargjöld í kringum páska. Mælingin tekur tillit verðs á helstu flugleiðum milli Íslands og Evrópu annars vegar og Íslands og Norður-Ameríku hins vegar. Mælt er verð hjá helstu þjónustuveitendum á hverri leið og gert ráð fyrir að ferðast sé frá Íslandi og aftur til baka,“ segir í fréttinni.

Þá hafði verð á eldsneyti áhrif en verð á bensíni og olíum hækkaði um 2,5 prósent. Síðastliðna tólf mánuði hefur verðbólga hækkað um 3,3 prósent en án húsnæðis hefur hún hækkað um 2,8 prósent.

Sjá frétt Hagstofunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir Trump sýna greinileg merki um vitsmunalega hrörnun

Segir Trump sýna greinileg merki um vitsmunalega hrörnun
Fréttir
Í gær

Ibrahim lofar munaðarleysingjaheimili Óla í Kenýa – „Þetta hjálpaði mér andlega og ég lærði svo mikið af þeim“

Ibrahim lofar munaðarleysingjaheimili Óla í Kenýa – „Þetta hjálpaði mér andlega og ég lærði svo mikið af þeim“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Steinar tekur Símon Grimma til bæna fyrir sératkvæðið – „Í reynd er lögbrot hans alvarlegra“

Jón Steinar tekur Símon Grimma til bæna fyrir sératkvæðið – „Í reynd er lögbrot hans alvarlegra“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Stefán Einar um að misnota Morgunblaðið – „Þetta lið hlær að ykkur“

Sakar Stefán Einar um að misnota Morgunblaðið – „Þetta lið hlær að ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórhallur segir forstjóra Sýn senda galin skilaboð í tilkynningu – „Ekkert var ófyrirséð, allt lá þetta fyrir“

Þórhallur segir forstjóra Sýn senda galin skilaboð í tilkynningu – „Ekkert var ófyrirséð, allt lá þetta fyrir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gæti snjóað mikið á höfuðborgarsvæðinu á morgun

Gæti snjóað mikið á höfuðborgarsvæðinu á morgun