fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433

Plús og mínus: Svaraði hrauninu vel

Victor Pálsson
Föstudaginn 26. apríl 2019 21:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var boðið upp á frábæra skemmtun í kvöld er lið Vals og Víkings R. áttust við í Pepsi Max-deildinni.

Um var að ræða opnunarleik mótsins og lauk honum með 3-3 jafntefli þar sem Valsmenn jöfnuðu metin þrisvar.

Hér á sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Það skal hrósa Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara Víkings fyrir leik Víkings í kvöld. Haugur af ungum strákum sem þorðu að halda í boltann og gáfu besta liði landsins alvöru leik.

Viktor Örlygur Andrason var frábær í liði Víkings, á miðsvæðinu stjórnaði hann hlutunum. Fæddur árið 2000 og gæti sprungið út í sumar.

Stuðningsmenn Vals höfðu hraunað yfir Emil Lyng allan fyrri hálfleikinn, sögðu hann vonlausan leikmann. Hann svaraði fyrir sig með frábæru marki, kláraði færið afar vel.

Fallegasta mark ársins var líklega skorað á Hlíðarenda í kvöld, Logi Tómasson klobbaði Orra Sigurð og síðan Eið Aron. Hann smellti boltanum svo bara í skeytin. Bilað mark hjá bakverðinum unga.

Gary Martin var ljós punktur í leik Vals, það mun taka hann tíma að komast í takt við leikstíl Vals en hann mun skora haug af mörkum.

Mínus:

Eiður Aron Sigurbjörnsson gerði sig sekan um hörmungar mistök í fyrra marki Víkings, hann gaf boltann sem varð til þess að Víkingur skoraði.

Sóknarleikur Vals var stirður, Gary Martin var ekki að finna sig og leikmenn Vals voru ekki að skilja hann framan af leik.

Eiður Aron og Orri Sigurður létu gera grín að sér í öðru marki Víkings, létu báðir klobba sig. Takið manninn niður, þannig kemur þú í veg fyrir svona mark.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
David endar á Ítalíu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Enn einn markmaðurinn orðaður við Chelsea

Enn einn markmaðurinn orðaður við Chelsea
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kjartan Már keyptur til Skotlands

Kjartan Már keyptur til Skotlands
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Jurgen Klopp tjáir sig um andlát Diogo Jota – „Gaf frá sér ást og hugsaði vel um eiginkonu sína og börn“

Jurgen Klopp tjáir sig um andlát Diogo Jota – „Gaf frá sér ást og hugsaði vel um eiginkonu sína og börn“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?
433Sport
Í gær

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“
433Sport
Í gær

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu