fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

Hildur og Tara segja orð Helga ógeðsleg: „Þetta er niðurlægjandi“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 26. apríl 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Lilliendahl gagnrýnir harðlega orð sem Helgi Bernódusson, fráfarandi skrifstofustjóri Alþingis, lét falla um málþóf. Hún er hvergi nærri ein um að vera misboðið en þekktar konur, svo sem Sóley Tómasdóttir og Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, taka undir með henni.

„Eins og fram hefur komið tókst forseta Alþingis að halda hátíð í Kaupmannahöfn í gær (sko 2019) til að fagna sumrinu þar sem einungis karlar komu fram. Aðspurður sagði Steingrímur að þetta væri nú auðvitað bara helber tilviljun, hefði svo auðveldlega getað verið öfugt og bara allir frasarnir,“ skrifar Hildur á Facebook.

Sjá einnig: Skrifstofustjóri Alþingis vill banna málþóf: „Á ekkert skylt við málfrelsi, ekki frekar en nauðgun við kynfrelsi“

Hún segir að steininn hafi þó tekið úr þegar Helgi lét mjög umdeild orð falla. „Nema hvað. Helgi Bernódusson var einn af körlunum sem þarna komu fram. Og honum þótti við hæfi, í miðju þessu pulsupartíi, að láta þessi orð falla í ræðu sinni: „Málþóf á ekkert skylt við málfrelsi, ekki frekar en nauðgun við kynfrelsi.“ Mig langar ekki að samfélaginu mínu sé stýrt af körlum sem hafa nægilega takmarkaðan skilning á reynsluheimi kvenna til þess að þeir finni sig í því að líkja nauðgunum við málþóf. Þetta er niðurlægjandi og ógeðslegt,“ segir Hildur.

Þar vísar hún í ræðu Helga á Hátíð Jóns Sigurðssonar, sem haldin var í Jónshúsi í Kaupmannahöfn í gær. Hann lagðist þar gegn málþófi og líkti við nauðgun. Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, skrifar athugasemd og tekur undir með Hildi. „1960 var að hringja og vill fá þessa karla til baka. Þar geta þeir skipulagt allar kallahátíðirnar sínar, kveðist á og gantast soldið um nauðganir,“ segir Sóley. Tara Margrét gerir það sömuleiðis og segir: „Þetta er ógeðslegt“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Þetta eru skilyrðin sem Pútín setur fyrir friðarsamningi

Þetta eru skilyrðin sem Pútín setur fyrir friðarsamningi
Fréttir
Í gær

Helgi Hrafn segir Guðmund Inga ekki tala ranga íslensku – „Linnulaust væl Íslendinga“

Helgi Hrafn segir Guðmund Inga ekki tala ranga íslensku – „Linnulaust væl Íslendinga“
Fréttir
Í gær

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð
Fréttir
Í gær

Sonur Lindu slasaður eftir stórhættulegt skemmdarverk á reiðhjólinu hans – „Ég ætlaði varla að trúa því að þetta væri ennþá í gangi“

Sonur Lindu slasaður eftir stórhættulegt skemmdarverk á reiðhjólinu hans – „Ég ætlaði varla að trúa því að þetta væri ennþá í gangi“
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns
Fréttir
Í gær

Hún hefur heimsótt yfir 90 lönd en Ísland er eina landið sem hún getur heimsótt aftur og aftur – Nefnir dæmi um hugulsemi Íslendinga

Hún hefur heimsótt yfir 90 lönd en Ísland er eina landið sem hún getur heimsótt aftur og aftur – Nefnir dæmi um hugulsemi Íslendinga
Fréttir
Í gær

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram