fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Slysagildra í Laugardalnum: Garðar rif- og úlnliðsbrotnaði – „Þetta hefði aldrei þurft að gerast“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 26. apríl 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Garðar Sveinbjörn Ottesen lenti þann 19. apríl í alvarlegu slysi á bílaplaninu við tjaldsvæðið í Laugardal. Hann er verkfræðingur sem varð heimilislaus eftir slys og dvelur þar ásamt ellefu öðrum. Garðar féll um steina sem nýlega var komið þar fyrir og braut úlnlið og rifbein.

Steinunum var komið fyrir á planinu til þess að auka öryggi. Garðar og fleiri töldu steinana vera slysagildru, sérstaklega um kvöld og nætur þegar planið er óupplýst. Hafði hann haft samband við ÍTR og Farfuglaheimilið á svæðinu og varaði við þeim.

Garðar starfar í félagasamtökum sem kallast Kærleikssamtökin, en þau hafa látið sig málefni heimilislausra varða. Í samtali við DV segir hann:

„Ég var að ganga frá bílnum mínum að næsta bíl til að heilsa gestum sem voru að koma. Ég er á hækjum og þurfti að taka tvö skref aftur á bak þegar bíldyrnar opnuðust. Þá féll ég og lenti á síðunni og hendinni. Það er um metri á milli steinanna og ég var í raun mjög heppinn að lenda ekki með höfuðið á næsta steini.“

Garðar segir að steinarnir sjáist illa, þeir séu líkir planinu sjálfu á litinn.

„Hér er fullorðið fólk og krakkar á hjólum að stytta sér leið í gegn. Það er stórhætta af þessu. Það eru líka ferðamenn hér á stórum og dýrum húsbílum. Þeir eru að bakka á steinana af því að þeir sjá þá ekki. En hvorki borgin né forsvarsmenn tjaldsvæðisins bregðast við þessu. Þetta slys gerðist vegna vanrækslu, þetta hefði aldrei þurft að gerast. Það þarf alltaf einhver að slasast áður en eitthvað gerist.“

Erindi hafnað

Garðar og Sigurlaug Guðný Ingólfsdóttir, hjá Kærleikssamtökunum hafa ýtt á ÍTR um úrbætur á svæðinu allt frá í september á síðasta ári. Til stóð að stofna samráðshóp til að taka á þeim málum sem kæmu upp. Steinarnir séu ekki einsdæmi hvað varðar öryggi á svæðinu. Sigurlaug segir:

„Fæstir vildu fara af tjaldsvæðinu veturinn áður upp í Víðines, sem var eina úrræði Reykjavíkurborgar. Nú er annar vetur liðinn og ekki enn komin nein lausn en þá sem Kærleikssamtökin lögðu fram í júlí árið 2018.“

Erindið, sem sent var til borgarstjóra og borgarfulltrúa sneri að lóðum borgarinnar sem samtökin höfðu í huga undir húsbíla. Í október sendu samtökin frá sér tilboð um að hafa umsjón með tjaldsvæðinu í Laugardal, þrif, salerni, þvottahús og svo framvegis. Eftir fundahöld í haust fengu Garðar og Sigurlaug þau skilaboð frá velferðarsviði að húsbílabyggð væri ekki viðurkennt úrræði. Var erindinu vísað frá en tilkynnt að Farfuglar myndu rekasvæðið yfir veturinn sem undanþágu til 15. apríl.

Garðar og Sigurlaug segja að fólkinu á svæðinu hafi ekki litist á þetta og samskipti á milli samtakanna og Farfugla verið erfið. Enginn fundur hafi verið haldinn í samráðshópnum þó upp hafi komið mörg mál.

Staðan núna er sú að hópurinn á tjaldsvæðinu hefur fengið framlengingu á leigusamningi til 15. maí. Segjast Garðar og Sigurlaug hafa fengið þau skilaboð að verið sé að skoða lóð. Ljóst er að málefni fólksins á tjaldsvæðinu eru í mikilli óvissu.

Ekki náðist í ÍTR fyrir vinnslu þessarar fréttar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum