fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Gillian Anderson skrifar sjálfshjálparbók

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 26. mars 2017 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Gillian Anderson sendi nýlega frá sér sjálfshjálparbókina We: A Manifesto for Women Everywhere. Í viðtölum í tengslum við bókina hefur leikkonan rætt um þunglyndi sitt. Hún segir að þegar henni hafi liðið sem verst hafi hún ekki viljað fara úr húsi. Hún segist vonast til að bókin, sem hún skrifaði með blaðakonunni Jennifer Nadel, gagnist þeim sem glími við lágt sjálfsmat, eins og hún hafi sjálf gert. Hún segist segja frá og fjalla um eigin erfiðleika því hún telji mikilvægt að konur deili sameiginlegri reynslu sinni. Leikkonan segist glíma við minnisleysi, hún hreinlega gleymi hlutum en eigi þó í engum erfiðleikum með að muna texta sinn þegar hún er að leika.

Nýjasta kvikmynd hennar er Viceroy’s House. Þar leikur hún lafði Edwinu Mountbatten og Hugh Bonneville leikur eiginmann hennar, Louis Mountbatten. Myndin gerist árið 1947 á Indlandi þar sem Mountbatten var landstjóri. Edwina lést í svefni árið 1960, 58 ára gömul, og eiginmaður hennar var myrtur af liðsmönnum írska lýðveldishersins árið 1979.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

98 ára úkraínsk kona gekk 10 km í skothríð til að sleppa frá Rússum – „Ég lifði síðari heimsstyrjöldina af og ég mun lifa þetta stríð af“

98 ára úkraínsk kona gekk 10 km í skothríð til að sleppa frá Rússum – „Ég lifði síðari heimsstyrjöldina af og ég mun lifa þetta stríð af“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Hera úr leik