Fyrirtæki að baki Wikileaks, Sunshine Press og Datacell, unnu í dag mál gegn kortafyrirtækinu Valitor fyrir héraðsdómi Reykjavíkur. Valitor lokaði fyrir greiðslugátt þar sem tekið var við millifærslum til styrktar Wikileaks sem þekkt er fyrir að koma á framfæri leynigögnum sem afhjúpa meðal annars misferli stjórnvalda víða um heim.
Þetta kom fram í frétt á RÚV. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður fyrirtækjanna tveggja, telur skaðabæturnar vera of lágar en dómkvaddir matsmenn höfðu komist að þeirri niðurstöðu að tjónið vegna þessara aðgerða Valitor væri 3,2 milljarðar.