fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

Jensína lést um páskana elst allra

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 24. apríl 2019 15:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jensína Andrésdóttir lést um páskana en hún var elst allra þeirra sem hafa átt heima hér á landi. Hún lést á Hrafnistu þann á 18. apríl og var 109 ára og 159 daga. Frá þessu er greint á Facebook-síðunni Langlífi. Hún var í fimmta eða sjötta sæti yfir elstu íbúa á Norðurlöndum.

Á fyrrnefndri síðu er farið yfir ævi hennar. „Jensína var fædd 10. nóvember 1909 á Þórisstöðum við Þorskafjörð í Austur-Barðastrandarsýslu, tólfta af fimmtán börnum Andrésar Sigurðssonar bónda og Guðrúnar Sigríðar Jónsdóttur. Hún var vinnukona á Vestfjörðum en flutti til Reykjavíkur fyrir miðja síðustu öld og vann meðal annars við ræstingar. Jensína var á Hrafnistu í rúma tvo áratugi. Meðfylgjandi mynd af Jensínu birtist í Morgunblaðinu þegar hún var 105 ára,“ segir í færslunni.

Nú er því Dóra Ólafsdóttir, búsett í Kópavogi, elsti núlifandi Íslendingurinn en hún varð 106 ára í júlí í fyrra.

https://www.facebook.com/langlifi/photos/a.185408678156215/2473042042726189/?type=3&__xts__%5B0%5D=68.ARDHPvgwGPtmex-TeUIiCdj5qInfFi71zQEfmkHqqoxW_p0Y94iY8-oabdsl_kL6rcED_a8tZAhoBfFAUlGjkycEavNji0Sbke_aSy5_KYFmgOWcltCiyK_DrqS5IPgcVsXN0K7k7l0M23_6pPFVFx2DuZXKD9zQMXqBEh36V-IT1U5jK0VDgAD-KHKDaSJ1zjd4G1cIw1mlLjahwaN8kVM0k6mpQ_FVB8Q0czOvlC4QtWxKBBd2PRYHt4swpd3UE3Ib4yBRG8oivYU-UyClxsxMnzhmlVkzy5bgbfEzWjgosWO5rM1YU3idzYHjtT-SqxDbn8-yAG2WWr4C1gEpPSz9-cChu2F8ShIEpQsToejZtV_kSzqlRryQ&__tn__=-R

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Tvær mjög ungar konur ákærðar fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Tvær mjög ungar konur ákærðar fyrir stórfellt fíkniefnabrot
Fréttir
Í gær

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“
Fréttir
Í gær

Eimskip bætir við vikulegum viðkomum í Rotterdam 

Eimskip bætir við vikulegum viðkomum í Rotterdam 
Fréttir
Í gær

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi breytinga á farsímakerfinu

Skagfirðingar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi breytinga á farsímakerfinu