fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

Dóttir Berglindar sárþjáð: Þurfti að keyra alla leið til Reykjavíkur eftir verkjalyfi – Hélt fyrir eyrun og grét

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 24. apríl 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Berglind Þórhallsdóttir segir nauðsynlegt að hafa lyf til sölu í matvöruverslunum og bensínstöðvum líkt og hjá nágrönnum okkar í Noregi og Danmörku.

Þetta segir Berglind eftir leiðinlega reynslu sem hún og fjölskylda hennar upplifðu um páskana. Dóttir hennar sem er fjögurra ára var nýbúin í hálskirtlatöku og þurfti því á stílum og verkjalyfjum að halda. Berglind hafði tekið með stíla og Paracetamol-mixtúru fyrir börn í sumarbústað á Suðurlandi þar sem fjölskyldan dvaldi um páskana.

Miklir verkir

Þannig var síðan mál með vexti að Berglind kláraði bæði stílana og lyfjamixtúruna þar sem að hún þurfti að nota meira en hún bjóst við vegna þess að verkirnir hjá barninu fóru að færast í aukana.

Þá var förinni heitið á Selfoss þar sem tvö apótek eru starfrækt, annað þeirra vor lokað allan daginn en hitt lokaði klukkan 16. Þá fór Berglind til Hveragerðis en þar var sömu sögu að segja, apótekið var lokað.

„Ég þurfti að fara til Reykjavíkur með barnið aftur í, iðandi af sársauka, hún hélt fyrir eyrun og bara grét,“ segir Berglind þegar hún lýsir því hvernig hún hafi þurft að bruna í bæinn til að kaupa lyf handa dóttur sinni sem var sárkvalin.

Forræðishyggja

Berglindi var hugsað til þess þegar hún átti heima í Danmörku. Þar var bæði hægt að kaupa stíla og verkjalyf í matvöruverslunum og bensínstöðvum. Slíkar verslanir voru opnar bæði á Selfossi og Hveragerði, en þar er hvorki hægt að kaupa stíla né verkjalyf.

„Við þurfum bara að eiga verkjalyf á lager ef svo kæmi fyrir að okkur verði illt eða fer að verkja á ókristilegum tímum,“ segir Berglind og bætir við að þetta þurf ekki að vera sterk lyfjalyf, einungis lyf sem slá á verstu verkina.

„Ef að enginn talar um hvernig ástandið er þá gerist ekkert í þessu,“ segir hún og bendir á Noreg, þar sé byrjað að selja lyf í verslunum, þrátt fyrir nokkuð stranga löggjöf. „Það er svo mikil forræðishyggja á Íslandi,“ segir Berglind sem hvetur stjórnvöld til að gera eitthvað í málinu.

Ekkert apótek opið frá miðnætti til 8 að morgni

Ekki er útilokað Berglindi verði að ósk sinni áður en langt um líður því fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp sem myndi heimila sölu á lausasölulyfjum í almennum verslunum. Brynjúlfur Guðmundsson, formaður lausasölulyfjahóps Samtaka verslunar og þjónustu, fjallaði meðal annars um þetta í aðsendri grein sem hann skrifaði í Fréttablaðið í gær.

„Lausasölulyf, s.s. kveflyf, ofnæmislyf og væg verkjalyf, eru lyf sem neytendur geta keypt og notað, án aðkomu heilbrigðisstarfsfólks og því er að okkar mati eðlilegt að almenningur geti líka keypt þau í almennum verslunum og haft aðgang að þeim í sjálfvali, eins og tíðkast hefur til fjölda ára í nágrannalöndum okkar,“ sagði Brynjúlfur í grein sinni. Benti hann á að í Danmörku hafi þetta mátt frá árinu 2001.

Benti Brynjúlfur á að þessu væri tímabært að breyta hér á landi enda einungis sex apótek á öllu landinu sem eru opn utan hefðbundins opnunartíma milli klukkan 9 og 19. Þau eru öll staðsett á höfuðborgarsvæðinu.

„Ekkert apótek er opið á milli miðnættis og kl. 8 að morgni á öllu landinu, og flest apótek úti á landi eru lokuð um helgar. Hins vegar eru a.m.k. 25 verslanir opnar allan sólarhringinn á höfuðborgarsvæðinu, ásamt þremur verslunum á Akureyri, og verslunum í Borgarnesi, Reykjanesbæ og á Selfossi. Með því að leyfa sölu lausasölulyfja í almennum verslunum munu þeir sem þurfa á slíkum lyfjum að halda eiga mun auðveldara með að nálgast þau, en eins og staðan er núna býr stór hluti landsmanna, ekki síst á landsbyggðinni, við verulega skert aðgengi utan hefðbundins opnunartíma apóteka á virkum dögum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Staðfest að eldislaxar komust í Haukadalsá

Staðfest að eldislaxar komust í Haukadalsá
Fréttir
Í gær

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK
Fréttir
Í gær

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma
Fréttir
Í gær

Selfyssingur í vanda út af dularfullum niðursuðudósum

Selfyssingur í vanda út af dularfullum niðursuðudósum
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir hættulega líkamsárás á Litla-Hrauni

Ákærður fyrir hættulega líkamsárás á Litla-Hrauni