fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

Askja kaupir Honda-umboðið: Segir að meirihluti starfsmanna haldi störfum sínum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 23. apríl 2019 13:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við höfum náð samkomulagi við Bernhard um að við tökum yfir Honda-umboðið. Í gangi er áreiðanleikakönnun sem við teljum að ljúki á næstu dögum,“ segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri bílaumboðsins Öskju. Talið er að Askja eignist Honda-umboðið á næstu mánuðum.

Jón Trausti segir of snemmt að segja til um starfsmannamál hjá Hondu eftir þessa breytingu, en: „Askja gerir ráð fyrir því að taka við stórum hluta þeirra starfsmanna sem sjá um sölu og þjónustu.“ Segir Jón Trausti að meirihluti starfsmanna Hondu haldi störfum sínum, sem hlýtur að fela í sér að einhverjum verður sagt upp. Þetta liggur þó ekki fyrir að svo stöddu og ekki er endanlega staðfest að kaupin gangi í gegn.

Uppfært kl. 14:55

Nokkru eftir birtingu fréttarinnar barst eftirfarandi fréttatilkynning varðandi viðskiptin:

Kaup Öskju á Honda umboðinu á Íslandi

Bílaumboðið Askja ehf. og Bernhard ehf. hafa undirritað kaupsamning um kaup Öskju á þeim hluta reksturs Bernhard ehf. sem fer með Honda umboðið á Íslandi. Í kaupsamningnum er fyrirvari um samkomulag við Honda Motor Company Ltd. vegna kaupanna og samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Í viðskiptunum er lagt til grundvallar að áfram verði byggt á þeim góða grunni og öflugu þjónustu sem viðskiptavinir Bernhard ehf. þekkja og eigendur Honda bifreiða á Íslandi hafa notið. Askja áformar að reka Honda umboðið til viðbótar við aðra starfsemi sína, en fyrir er Askja umboðsaðili fyrir Mercedes-Benz og Kia á Íslandi.

Ráðgjafar í viðskiptunum voru Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans fyrir seljanda og KPMG og Advel lögmenn fyrir kaupanda.

Um Bernhard Bernhard hefur verið umboðsaðili Honda á Íslandi allt frá árinu 1962. Bernhard er þekkt fyrir góða þjónustu og hefur alla tíð verið í eigu fjölskyldu stofnandans, Gunnars Bernhard.

Um Öskju Bílaumboðið Askja er þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á bifreiðum frá Mercedes-Benz og Kia. Markmið fyrirtækisins er að vera í fararbroddi hvað varðar þjónustu til viðskiptavina og markaðssetningu þeirrar vöru sem fyrirtækið selur og þjónustar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sonur Lindu slasaður eftir stórhættulegt skemmdarverk á reiðhjólinu hans – „Ég ætlaði varla að trúa því að þetta væri ennþá í gangi“

Sonur Lindu slasaður eftir stórhættulegt skemmdarverk á reiðhjólinu hans – „Ég ætlaði varla að trúa því að þetta væri ennþá í gangi“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns
Fréttir
Í gær

Hún hefur heimsótt yfir 90 lönd en Ísland er eina landið sem hún getur heimsótt aftur og aftur – Nefnir dæmi um hugulsemi Íslendinga

Hún hefur heimsótt yfir 90 lönd en Ísland er eina landið sem hún getur heimsótt aftur og aftur – Nefnir dæmi um hugulsemi Íslendinga
Fréttir
Í gær

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram
Fréttir
Í gær

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn