fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Fréttir

Lögregla lagði hald á mikið magn kannabis og amfetamíns

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 23. apríl 2019 13:39

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Suðurnesjum haldlagði umtalsvert magn af fíkniefnum í húsleit sem gerð var að fenginni heimild í íbúðarhúsnæði síðastliðinn föstudag.

Þetta kemur fram í skeyti sem lögreglan á Suðurnesjum sendi frá sér. Þar segir að um hafi verið að ræða kannabisefni og amfetamín sem voru í neyslupakkningum víðs vegar um íbúðina. Húsráðendur, karlmaður og kona voru handtekin, grunuð um sölu og dreifingu fíkniefna.  Í fórum þeirra fundust tugir þúsunda króna sem talið er vera ágóði af sölu fíkniefna.

Þá segir lögregla frá öðrum einstaklingi sem lögregla handtók í gærmorgun. Sá framvísaði sígarettupakka með amfetamíni í. Þá framvísaði ökumaður, sem grunaður var um fíkniefnaakstur kannabisefnum þegar lögreglumenn tóku hann úr umferð.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja  til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Steinar tekur Símon Grimma til bæna fyrir sératkvæðið – „Í reynd er lögbrot hans alvarlegra“

Jón Steinar tekur Símon Grimma til bæna fyrir sératkvæðið – „Í reynd er lögbrot hans alvarlegra“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Stefán Einar um að misnota Morgunblaðið – „Þetta lið hlær að ykkur“

Sakar Stefán Einar um að misnota Morgunblaðið – „Þetta lið hlær að ykkur“